Innipúkinn verður haldinn í 18. sinn í miðborg Reykjavíkur um verslunarmannahelgina. Nú er dagskrá hátíðarinnar í ár klár og óhætt að fullyrða að hún hefur sjaldan eða aldrei litið betur út. Nýlega var tilkynnt að hátíðin muni færa sig úr Kvosinni og yfir á Grandann, þar sem hún mun í fyrsta sinn fara samtímis fram á Messanum og Bryggjunni Brugghús. Hátíðin mun þó áfram fara að stærstum hluta fram innandyra.
Dagskráin í ár er einstaklega glæsileg og fjölbreytt. Meðal þeirra listamanna sem bæst hafa við dagskrána eru Auður, Daði Freyr og sjálfur Bjartmar Guðlaugsson. Bætast þeir í hóp ekki ómerkari spámanna en; Hildur, Between Mountains, Vök, Dj flugvél og geimskip, Frikki Dór, Joey Christ, Moses Hightower, Kælan mikla og Jónas Sig.
Tónleikadagskrá Innipúkans:
-Föstudagur
Between Mountains
Friðrik Dór
Jónas Sig
Kælan mikla
Valdimar
Joey Christ
-Laugardagur
Blóðmör
Dj flugvél & geimskip
Hildur
Matthildur
Moses Hightower
Vök
-Sunnudagur
Auður
Bjartmar Guðlaugsson
Daði Freyr
Sprite Zero Klan
Sturla Atlas
Una Schram
Líkt og undanfarin ár fer fram ókeypis hátíðardagskrá utandyra yfir hátíðardagana, og verður því alvöru bryggjustemning á bryggjuni fyrir utan staðina í boði Red Bull, Úitpúkinn. Fram koma:
BRÍET (live)
GDRN (live)
SVALA (live)
DJ aggalá
DJ Battlestar
Dj Katla
DJ Motherfunker
DJ Mokki
DJ Vala
JFDR (DJ-set)
SAKANA (DJ-set)
Sólveig Matthildur (DJ-set)
Dj Sunna Ben
Vök (DJ-set)
Þóra Sayaka (DJ-set)
Miðasala á hátíðina er nú hafin á Tix.is . Armband á hátíðina gildir alla helgina bæði á Bryggjuna Brugghús og Messann. Einnig er hægt að kaupa miða inn á stök kvöld. Götuhátíðardagskráin sem fram fer yfir daginn er ókeypis og opin öllum.