Auglýsing

Dagskrá Sónar Reykjavík er klár, 75 listamenn og hljómsveitir koma fram á hátíðinni

Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík hefst í Hörpu 18. febrúar. Þetta er í fjórða skipti sem hátíðin er haldin en 75 hljómsveitir og listamenn koma fram á fimm sviðum yfir þá þrjá daga sem hátíðin fer fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sónar.

Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni eru:

Hudson Mohawke (UK)
Boys Noize (DE)
Angel Haze (US)
Squarepusher (UK)
Holly Herndon (US)
Ellen Allien (DE)
Floating Points (UK)
Oneothrix Point Never (US)
Annie Mac (UK)
Ben UFO (UK)
Zebra Katz (US)
Black Madonna (US)
Rødhåd (DE)
Recondite (DE)
Mumdance (UK)

Wife (UK)
AV AV AV (DK)
Lone (UK)
Eloq (DK)
Koreless (UK)
Páll Óskar
Úlfur Úlfur
Apparat Organ Quartet
Kiasmos
Sturla Atlas
Bjarki
Vaginaboys
President Bongo & The Emotional Carpenters.

Í dag voru svo kynnt til leiks 11 listamenn og hljómsveitir. Meðal annars:

Vök
Ruxpin
Futuregrapher
Kosmodod eða Þórður Kári úr Samaris
Tonik Ensamble
Halleluwah, hljómsveit Sölva Blöndal úr Quarashi

Nánari upplýsingar má finna hér.

Í tilkynningunni kemur fram að mikill áhugi sé á hátíðinni á erlendum vettvangi. Aldrei fyrr hafa jafn margir miðar selst á hátíðina í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi og Kanada – sem og hér á landi. Meirihluti aðgöngumiða selst á erlendis.

Uppselt hefur verið á Sónar Reykjavík síðustu tvö ár.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing