Dagskrá Þjóðhátíðar í ár er nú fullmótuð og stefnir í stórkostlega hátíð. Síðustu tvö nöfnin voru tilkynnt í dag en það eru Séra Bjössi og Ingi Bauer.
Sjá einnig: Nóg að gera hjá Magna á Þjóðhátíð í ár
Hljómsveitin Séra Bjössi hefur slegið í gegn eftir að smellurinn Djamm Queen kom út. Ingi Bauer er svo ógnar vinsæll „pródúsant“ og gerði einmitt lagið vinsæla Dicks með Séra Bjössa en þekktastur fyrir eitt allra vinsælasta lag síðasta árs, Upp til hópa með Herra Hnetusmjör sem setið hefur á lista yfir vinsælustu lögin á Spotify í heilt ár.
Báðir þessir listamenn eru að spila á stóra sviðinu í Herjólfsdal í fyrsta skipti og má búast við sturlaðri stemningu.
Dagskrá Þjóðhátíðar 2019:
Herra Hnetusmjör, Huginn, GDRN, Flóni, ClubDub, Jón Jónsson, Friðrik Dór, JóiPéxKróli, SZK, Lukku Láki, GRL PWR, Bjartmar Guðlaugs, ÁMS, Aldamótatónleikarnir, Halldór Gunnar og Albatross ásamt Sverri Bergmann, Killer Queen, Stuðlabandið, Foreign Monkeys, Huldumenn, Brimnes, Svala Björgvins og Egill Ólafs.
Þjóðhátíð fer fram 1.-3.ágúst / miðasala í fullum gangi á: https://dalurinn.is/