Johnny Galecki, leikari í þáttunum Big Bang Theory, var gestur í spjallþætti Davids Letterman á dögunum. Galecki sagði meðal annars frá dvöl sinni á Íslandi í sumar og var afar hrifinn.
Hann lýsti ÍslendingaAppinu, sem hjálpar fólki að athuga fjölskyldutengsl áður en það ákveður að taka næstu skref. „Þetta app setur hlutina í samhengi. Landið er nógu lítið svo að tengsl eru möguleg en nógu stórt þannig að enginn veit um tengslin fyrirfram.“
Letterman benti á hátt hlutfall alkahólisma á Íslandi en Galecki tók upp hanskann fyrir landið og benti á fjölda bóka og kvikmynda. Klisjan um álfana var ekki langt undan en sjón er sögu ríkari:
http://youtu.be/JBrhqRRN8o0