Auglýsing

Davíð Þór þurfti að selja dósir til að eiga fyrir mat ofan í fjölskylduna: „Gerði guð að framkvæmdarstjóra“

Davíð Þór Jónsson, prestur, segir frá viðburðarríku lífi sínu, baráttu við alkahólisma og erfiðum tímum í þættinum Ný sýn, sem verður sýndur í Sjónvarpi Símans á þriðjudaginn. Hann var ritstjóri blaðsins Bleikt og blátt um tíma en í dag starfar hann sem þjónn Krists í prestakalli Laugarneskirkju.

„Ég rak sjálfan mig sem framkvæmdarstjóra í lífinu og gerði guð að framkvæmdarstjóra,“ segir Davíð. Horfðu á brot úr þættinum hér fyrir neðan.

Þættirnir Ný sýn eru framleiddir af Skoti fyrir Símann en í þeim segja þekktir landsmenn frá því hvernig þeir tókust á við erfiða lífreynslu. Hugrún Halldórsdóttir stýrir þættinum sem er á sýndur á þriðjudögum klukkan 20:20 í Sjónvarpi Símans.

NÝ SÝN – DAVÍÐ ÞÓR

Í öðrum þætti af Ný sýn spjallar Hugrún Halldórsdóttir við Davíð Þór Jónsson prest og radíusbróðir. Líf Davíðs hefur verið viðburðarríkt. Á tímabili þurfti hann að selja dósir og gler til að eiga fyrir mat ofan í fjölskyldu sína. Síðar, í slagtogi við Stein Árman leikara, náði hann góðum árangri sem grínisti í útvarpi, sjónvarpi og á sviði. Hann var ritstjóri Bleiks og blás um tíma en í dag starfar hann sem þjónn Krists í prestakalli Laugarneskirkju. Hann tekur starfi sínu alvarlega, telur sig vera tiltölulega hefðbundinn prest en heillar á sama tíma söfnuð sinn með einlægni og mannlega breyskri framkomu. Það er Sigridur Thora Asgeirsdottir sem stýrir framleiðslu þáttarins fyrir hönd SKOT Productions og Fannar Sveinsson klippir af sinni einskærri snilld. Við mælum svo sannarlega með Ný sýn í Sjónvarpi Símans þriðjudaginn 24. október kl.20:20.

Posted by SKOT Productions on Fimmtudagur, 19. október 2017

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing