Debbie Mann er loksins búin að finna Freddy, eða Árna Frey Þorsteinsson. Endurfundir þeirra voru fullkomnaðir í gær þegar þau ræddu saman um góða tíma á Costa Del Sol fyrir áratug.
Sjá einnig: Árni grínaðist í konu sem hann hélt að ætlaði að svindla á sér og úr varð risastór misskilningur
Debbie hafði leitað lengi að Freddy og fann hann loksins eftir að hún hafði samband við ljósmyndarann Árna Torfason, fyrir algjöra tilviljun. Hún ætlaði að hafa samband við Árna Frey Þorsteinsson, sem hún kallar Freddy.
Árni taldi í fyrstu að Debbie væri svindlari sem ætlaði að hafa af henni fé og grínaðist því í henni fyrir opnum tjöldum á Twitter. Hún reyndist hins vegar vera einlæg í leit sinni og eftir að Nútíminn fjallaði um málið fannst Freddy loksins og gátu þau rifjað upp góðar stundir í sólinni á Spáni.
Eftir að Árni Freyr sá frétt Nútímans hafði hann samband við Debbie og óhætt er að segja að miklir fagnaðarfundir hafi orðið. „Ó já, það voru sko fagnaðarfundir, við höfum ekki talað saman síðan 2007,“ segir Árni í samtali við Nútímann.
Hann starfaði fyrir Debbie á bar sem staðsettur er á Costa del Sol á Spáni fyrir rúmum áratug. Debbie býr ekki lengur á Spáni en Árni útilokar ekki að heimsækja hana eftir að þau fundu loksins hvort annað.