Söngkonan Demi Lovato er komin til meðvitundar eftir að hafa verið lögð inn á sjúkrahús í gær vegna gruns um að hafa tekið of stóran skammt lyfja.
Lögreglan í Los Angeles var kölluð að heimili söngkonunnar í Hollywood Hills í gær þar sem hún fannst meðvitundarlaus. Fjölmiðlar vestanhafs fullyrða að henni hafi verið gefið lyfið Naloxone sem dregur úr áhrifum ópíóðalyfja og er oft notað til meðferðar við ofskömmtun lyfja. Hún var síðan flutt á Cedars-Sinai sjúkrahúsið og er nú komin til meðvitundar.
Lovato hefur lengi barist við fíkn og áfengissýki og fór fyrst í meðferð árið 2010. Hún fagnaði því að hafa verið edrú í sex ár í mars síðastliðnum en greindi síðan frá því að hún hafi fallið í laginu Sober sem kom út í síðasta mánuði.
Í textanum segir meðal annars „Mamma mér þykir leitt að ég sé ekki edrú lengur og pabbi fyrirgefðu mér fyrir alla drykkina sem ég hellti á gólfið.“
Vinir söngkonunnar hafa sent henni kveðjur á samfélagsmiðlum og myllumerkið PrayForDemi fór á flug á Twitter eftir að fréttirnar bárust.
Ariana Grande var með þeim fyrstu til að senda Lovato skilaboð
i love u @ddlovato
— Ariana Grande (@ArianaGrande) July 24, 2018
Sending love and prayers to Demi Lovato ?
— Bruno Mars (@BrunoMars) July 24, 2018
Love u @ddlovato ❤️thinking of you + your family + fans + friends ?praying for you and thinking of you ?
— kesha (@KeshaRose) July 24, 2018
you’re in my thoughts @ddlovato, sending you love ❤️
— camila (@Camila_Cabello) July 24, 2018
The world is deeply In Love with you @ddlovato xx
— Sam Smith (@samsmith) July 25, 2018
Söngkonan Khelani hitaði upp fyrir Lovato á tónleikaferð hennar nýlega
sending huge recovery love to Demi. this is a very personal moment and respected delicately. all we can do is send our best wishes and love. addiction isn’t simple nor easy. you’re very loved, @ddlovato you’ll beat this as you did before. ??
— Kehlani (@Kehlani) July 24, 2018
Ellen DeGeneres sagði Lovato vera ljós í heiminum og að hjarta hennar sé brostið yfir því að söngkonan gangi í gegnum þetta
I love @DDLovato so much. It breaks my heart that she is going through this. She is a light in this world, and I am sending my love to her and her family.
— Ellen DeGeneres (@TheEllenShow) July 24, 2018
Kántrísöngvarinn Brad Paisley vann með söngkonunni fyrir nokkrum árum
My friend @ddlovato is one of the kindest, most talented people I’ve ever met. Praying for her right now, addiction is a terrifying disease. There is no one more honest or brave than this woman.
— Brad Paisley (@BradPaisley) July 24, 2018
Lovato átti í stuttu sambandi við söngvarann Joe Jonas og lék með honum og bræðrum hans í Camp Rock-myndunum
Like all of you I am thinking of @DDLovato right now. She needs our prayers and support. We all know how strong you are Demi. #prayfordemi
— J O E J O N A S (@joejonas) July 25, 2018
Sjónvarpssálfræðingurinn Dr. Phil tók viðtal við Lovato vegna baráttu hennar við fíknina fyrr á þessu ári en hann sendi henni góða strauma
Please join Robin & me in sending our love and strength for a healthy recovery to @DDLovato. Never give up the fight! Prayers for her family.
— Dr. Phil (@DrPhil) July 24, 2018
Grínistinn Margaret Cho ráðlagði söngkonunni að taka sér hlé frá Hollywood
Thinking of @ddlovato right now. Relapsing happens. What she needs right now are good people in her life, get rid of the hanger on’s and take a break from this town. Surround yourself by folks who want you well. We want YOU well. You need love and care right now and nothing else
— Margaret Cho (@margaretcho) July 24, 2018