Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong Un leiðtogi Norður-Kóreu hittust í fyrsta sinn í Singapúr í nótt. Fyrrum körfuknattleiksmaðurinn Dennis Rodman var fenginn í viðtal hjá CNN í tilefni þess en Rodman og Kim Jong Un eru góðir vinir. Rodman var einnig staddur í Singapúr í nótt.
Rodman hefur fimm sinnum heimsótt Kim Jong Un í Norður-Kóreu og í viðtalinu talar hann um að hann hafi fengið líflátshótanir í kjölfar síðustu heimsóknar sinnar.
„Ég gat ekki farið heim til mín, ég þurfti að fela mig í 30 daga. En ég bar höfuðið hátt, ég vissi að hlutirnir myndu breytast,” sagði Rodman sem bar derhúfu til stuðnings Trump í viðtalinu.
Dennis Rodman is now weeping on CNN pic.twitter.com/v5zR24IyaO
— Aidan McLaughlin (@aidnmclaughlin) June 12, 2018
Rodman er einn af fáum einstaklingum úr hinum vestræna heimi sem hafa hitt og myndað samband með Kim Jong Un. Hann þekkir Trump einnig ágætlega en hann var þátttakandi í sjónvarpsþætti Trump, Celebrity Apprentice, á sínum tíma.
Í viðtalinu lýsti Rodman Kim Jong Un sem stóru barni. Hann forðaðist einnig ítrekað spurningar um það hvort að Kim talaði eða skildi ensku.
Að sjálfsögðu var nóg af viðbrögðum á Twitter eftir þetta undarlega viðtal.
Þessi mynd verður í bókinni „Öldin Okkar“ sem kemur út árið 2095. pic.twitter.com/0VUgL3wyHV
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) June 12, 2018
Það eru svo ógeðslega mörg level þarna: MAGA húfan, ógeðslega stóri snýtuklúturinn og þessi bolur sem bara hlýtur að vera að auglýsa einhverskonar rafmynt til að kaupa weed.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) June 12, 2018
That look when you realize Dennis Rodman is the best subject matter expert you can get on Kim Jong Un… and for bonus points he's wearing a #MAGA hat. ? pic.twitter.com/Cr6Fbre3OW
— Tim Young (@TimRunsHisMouth) June 12, 2018
Þessi Trump og Kim fundur er eins og léleg bíómynd. Mynd sem myndi heita Double Team með Dennis Rodman í auka hlutverki.
— Kristján R. Sigurðsson (@KristjanSigurd1) June 12, 2018
I'm watching Dennis Rodman cry on TV about North Korea and Trump because apparently I died and woke up in crazy land.
— Ben White (@morningmoneyben) June 12, 2018
CNN er núna með viðtal við Dennis Rodman.
Þetta getur ekki verið raunveruleikinn.— Hr. Gústaf Dansiball (@gustafhannibal) June 12, 2018
Dennis Rodman, wearing a MAGA hat and a PotCoin shirt, says Kim Jong Un is a big kid who wants to protect his people, the ones he kills, and that he doesn’t “see the politics,” which, I assume, North Koreans would feel weird about if they could watch TV.
— Jared Yates Sexton (@JYSexton) June 12, 2018
Tengsl Dennis Rodman við kjarnorkuafvopnunarviðræður í Kóreu eru sönnun þess að veruleiki okkar:
a) hljóti að vera skáldaður.
b) geti ekki mögulega verið skáldaður.— Eiríkur Kristjánsson (@Eirikur_Gauti) June 11, 2018