Auglýsing

„Dislike“-takkinn er loksins væntanlegur á Facebook

Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, staðfesti í dag að unnið sé að sérstökum „dislike“-takka fyrir samfélagsmiðilinn.

„Like“-takkinn var kynntur til sögunnar í febrúar árið 2009 og síðan þá hefur vantað „dislike“-takka til að sýna fram á að notendum mislíki eitthvað á Facebook.

Zuckerberg svaraði spurningum í höfuðstöðvum Facebook í Kaliforníu í dag og sagði að fólk væri búið að kalla eftir „dislike“-takkanum í mörg ár.

Dagurinn í dag er sérstakur vegna þess að ég get loksins sagt að við erum að vinna í takkanum og hann er á leiðinni.

Zuckerberg bætti við að þau hafi hikað við að kynna „dislike“-takkann á sama tima og „like“-takkann vegna þess að þau vildu ekki breyta Facebook í samfélagsmiðilinn Reddit.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing