Disney birti í vikunni fyrstu stikluna úr nýrri endurgerð af kvikmyndinni vinsælu, Lion King. Sjáðu stikluna hér að neðan. Myndin sem er tölvuteiknuð verður frumsýnd næsta sumar en meðal þeirra sem talsetja myndina eru þau. Beyoncé, Seth Rogen og John Oliver.
Óhætt er að segja stiklan hafi fengið mikil viðbrögð en fjölmargir tjáðu sig um þessa nýju útgáfu á Twitter í gær. Við tókum saman nokkur dæmi.
Þessi ætlar að horfa
ef þið haldið að ég muni eyða pening í að horfa á raunverulegri útgáfu af lion king sem er skot fyrir skot alveg eins og upprunalega teiknimyndin þá er það bara ótrúlega rétt hjá ykkur https://t.co/HZl5tjumkC
— karó (@karoxxxx) November 22, 2018
Fuck this shit.https://t.co/NIWtTfWp3G
— Atli Sigurjónsson (@Atlinator) November 23, 2018
Salka er spennt
sjitt, ég fékk nýja tegund af nostalgíu hroll!! https://t.co/WgWtvyWZRQ
— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) November 23, 2018
Litla helvítis gæsahúðin sem ég fékk yfir Lion King trailernum
— Bjarni Hallfreðsson (@BjarniThorarinn) November 22, 2018
Ég 100% veit ekki með þetta. Samt svona 70% viss að ég pissi í mig af gæsahúð.
— Margrét Erla Maack (@mokkilitli) November 23, 2018