Auglýsing

Dominos býður upp á að panta pitsu með tísti á Twitter

Dominos í Bandaríkjunum hyggst bjóða viðskiptavinum sínum upp á að panta pitsu með tísti á Twitter frá og með 20. maí. Pitsurisinn verður þar með fyrsta veitingakeðjan til að nota Twitter til að taka við pöntunum frá fólki.

Það sem meira er: Fastakúnnar munu geta pantað pitsu með því að tísta hinu svokallaða pitsu-emjoi á reikning Dominos á Twitter. Þessu hérna:🍕 hingað: @dominos.

„Þetta verður ímynd þæginda. Við erum að koma pöntunarferlinu niður í fimm sekúndur,“ sagði Patrick Doyle, forstjóri Dominos í samtali við USA Today.

Við viljum að það sé auðvelt fyrir fólk að panta og þetta er fjandi auðvelt!

Helmingur pantana Dominos í Bandaríkjunum fer fram í gegnum internetið og Dominos hyggst ná til ungs fólks á Twitter.

Hjá Twitter vonast fólk til að þetta ýti við fleiri fyrirtækjum.

„Við vonum að auglýsendur okkar haldi áfram að kynna svona nýsköpun,“ sagði Genevieve Wong, talskona Twitter í frétt USA Today. „Twitter er besti vettvangurinn til að vera svona skapandi.

Í framtíðinni hyggst Dominos skoða samfélagsmiðla á borð við Facebook og Instagram til að panta pitsur.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing