Auglýsing

Dómstólar samþykkja geðrannsókn á banamanninum í Neskaupstað: Kveikti í húsinu sínu

Lögreglustjórinn á Austurlandi hefur farið fram á að framkvæmd verði geðrannsókn á manninum sem er grunaður um að tengjast andláti hjóna í Neskaupstað í síðustu viku og hafa dómstólar fallist á að hún verði gerð.

Þá hefur hún einnig farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir hinum grunaða en gildandi gæsluvarðhaldsúrskurður rennur út á morgun en þá hefur hann sætt einangrun í viku.

RÚV greinir frá.

Líkt og Nútíminn greindi frá í vikunni þá fékk hinn grunaði „gæðastimpil“ frá geðdeild Landspítalans nokkru fyrir voðaverkið en samkvæmt heimildum hafði fjölskylda mannsins ítrekað reynt að fá hann sviptan sjálfræði en án árangurs.

Þessi einstaklingur hefur glímt við vímuefnavanda frá unga aldri en hann kveikti í húsi sínu í febrúar á þessu ári en greint var frá því í fjölmiðlum að mikið tjón hafi orðið að Miðstræti á Neskaupstað og að einn einstaklingur hafi verið heima þegar eldurinn kom upp.

Fjölskylda banamannsins á Neskaupstað hafði varað við honum: Kveikti í húsinu sínu því „djöfullinn“ sagði honum að gera það

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing