Dómur verður kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn grænlenska skipverjanum Thomasi Møller Olsen í Landsrétti í dag klukkan 14. Thomas var sakfelldur fyrir morð á Birnu Brjánsdóttur í janúar 2017 og fíkniefnasmygl. Þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness á síðasta ári en fyrir það hlaut hann nítján ára fangelsi.
Aðalmeðferð í málinu fór fram fyrir Landsrétti í október en þar neitaði Olsen sök í morðmálinu og sakaði skipsfélaga sinn, Nikolaj Olsen um morðið. Þeim skýringum var hafnað.
Björgvin Jónsson er verjandi Thomasar í málinu en eins og áður segir verður dómur kveðinn upp klukkan 14:00 í dag.