Auglýsing

Dómur yfir Brendan Dassey ógiltur, önnur þáttaröð af Making a Murderer væntanleg

Dóm­ari í Banda­ríkj­un­um hef­ur ógilt fang­els­is­dóm­inn yfir Brend­an Dass­ey.

Dassey var ásamt Steven Avery, frænda sínum, dæmdur fyrir morðið á ljósmyndaranum Teresu Hallbach árið 2005. Málið var tekið fyrir í heimildarþáttaröðinni Making a Murderer sem sló í gegn á Netflix í desember í fyrra.

Sjá einnig: Netflix staðfestir nýja þáttaröð af Making a Murderer

Saksóknarar hafa nú 90 daga til að ákveða hvort mál Dassey fari fyrir rétt á ný. Geri þeir það ekki verður honum sleppt úr fangelsi. Hann var 16 ára þegar hann var dæmdur.

Dómarinn í málinu sagði að umdeildar yfirheyrsluaðferðir lögreglunnar, sem fjallað var rækilega um í Making a Murderer, hafi vegið þungt þegar dómurinn var ógildur. Hann sagði að játning Dassey hafi verið þvinguð fram.

Þá sagði hann vinnu­brögð verj­anda Dass­eys hafa verið óboðleg og að Len Kachinsky, sem upp­haf­lega var skipaður verj­andi Dass­eys, hafi eytt meiri tíma í að tala við fjöl­miðla en að vinna í máli hans.

Netflix hefur staðfest að önnur sería af Making a Murderer sé væntanleg.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing