Auglýsing

Donald Trump er frændi okkar allra

Bandaríkjaforsetinn Donald Trump er afkomandi Hákons V. Noregskonugs samkvæmt Oddi F. Helgasyni ættfræðingi. Þannig er forsetinn umdeildi einnig skyldur Margréti Danadrottningu og Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Oddur heldur því fram að Donald sé því þannig skyldur langflestum Íslendingum.

Ættfræðisjúkir Íslendingar geta því bætt Donald Trump yfir lista skyldmenna sinna en forsetinn bandaríski og Guðni eiga sameiginlegan forföður í Hákoni V. Noregskonungi sem á víkingatímum réð yfir Noregi með harðri hendi. Dóttir Hákons, hertogynjan Ingibjörg er formóðir Trump en hún giftist inn í sænsku konungsfjölskylduna og var móðir Magnúsar Noregs- og Svíakonungs. Guðni er beinn afkomandi annarrar dóttur Hákons V., Agnesar Hákonardóttur og tengjast forsetarnir tveir ættarböndum í gegnum 25 ættliði og segir Oddur að þannig séu allir Íslendingar skyldir Trump á sama hátt en Oddur sjálfur tengist forsetanum ættarböndum í 20.ættlið.

Mynd / Kristján Unnar Erlendsson

 

Skýringarmyndir af ættartengslum Trump við Skandinavíu og sérstaklega Ísland hafa gengið manna á milli á Facebook og því ákvað Oddur, sem er einn fremsti ættfræðingur okkar Íslendinga, að athuga málið nánar. Niðurstaðan er einföld – Donald Trump er frændi okkar allra.

Oddur bendir forvitnum Íslendingum á að allir geti rekið ættartengsl sín við forsetann fræga í gegnum Gottskálk “grimma” á Íslendingabók.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing