Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lét þáttastjórnandann Jimmy Fallon heyra það á Twitter í gærkvöldi. Trump er ekki sáttur við það að Fallon sé að segja öllum að hann sjái eftir því að hafa fengið hann í sjónvarpsþátt sinn og „gert hann mannlegan.”
Donald Trump var gestur í sjónvarpsþætti Fallon þar sem þeir gerðu meðal annars grín af hári forsetans saman. Fallon var gagnrýndur eftir þáttinn og var sagður upphefja forsetann. Fallon sagði í kjölfarið að hann hefði viljað gera hlutina öðruvísi.
Trump segir á Twitter að Fallon sé undirförull og ýjar að því að hann sé bara að segja þetta vegna þess að hann sé að fá gagnrýni. Þá gerir hann lítið úr karlmennsku Fallon og segir honum að vera karlmaður.
.@jimmyfallon is now whimpering to all that he did the famous “hair show” with me (where he seriously messed up my hair), & that he would have now done it differently because it is said to have “humanized” me-he is taking heat. He called & said “monster ratings.” Be a man Jimmy!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 25, 2018
Tístið fór ekki framhjá Fallon sem svaraði með því að segjast ætla að styrkja góðgerðasamtökin RAICES í nafni Trump. RAICES berjast fyrir réttindum flóttamanna og innflytjenda.
In honor of the President’s tweet I’ll be making a donation to RAICES in his name.
— jimmy fallon (@jimmyfallon) June 25, 2018