Auglýsing

Donald Trump og Joe Biden rífast um það hvor myndi vinna í slag

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna og Joe Biden, fyrrverandi varaforseti deila nú um það opinberlega hvor myndi vinna slagsmál þeirra á milli. Málið hófst þegar Biden sagði á fundi í háskólanum í Miami að hann myndi berja Trump ef þeir væru í menntaskóla, vegna ummæla forsetans um konur. Trump hefur nú svarað Biden á Twitter.

Biden lét orðin falla á samkomu vegna „It‘s On Us“ átaksins sem snýr að því að berjast gegn kynferðislegu ofbeldi í háskólum. „Ef við hefðum verið í menntaskóla hefði ég farið með hann á bak við íþróttahús og lamið hann í klessu,“ sagði Biden.

Í svari Trump skýtur hann föstum skotum á Biden og segir hann vera auman mann, andlega og líkamlega. „Þrátt fyrir það hótar hann mér, í annað sinn, með líkamlegu ofbeldi. Hann þekkir mig ekki, en hann myndi fara hratt í jörðina og gráta allan tímann,“ skrifaði Trump á Twitter.

Trump er ekkert að skafa af því frekar en fyrri daginn

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing