Auglýsing

Dóri DNA sneri sig við tökur á auglýsingu fyrir Reykjavíkurmaraþonið: „Kláraði þetta á andrenalíninu“

Grínistinn Dóri DNA er draghaltur eftir að hafa snúið sig illa þegar hann var að hlaupa á staðnum við tökur á auglýsingu fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fer fram í ágúst. Meiðslin hefðu getað sett verulegt strik í reikninginn þar sem tökurnar voru aðeins hálfnaðar þegar hann féll í jörðina. Sjáðu myndbandið af óhappinu hér fyrir ofan.

„Þetta var svo sárt, ég gat ekki hugsað,“ segir Dóri um málið í samtali við Nútímann. Þegar óhappið varð var leikstjórinn nýbúinn að segja honum að sýna meira „attitjúd“ en í klippunni sem var verið að taka upp átti Dóri að hlaupa á staðnum, ákveðinn á svip og fullur metnaðar. Þegar takan hófst féll hann aftur á móti um kantstein, hafnaði í jörðinni og fann strax fyrir gríðarlegum sársauka.

Dóri segir að fólkið sem var á staðnum hafi fyrst um sinn ekki gert sér grein fyrir alvarleika málsins. Það hafi haldið að grínistinn væri að grínast og í staðinn fyrir að aðstoða hann dró það upp símana og tók myndir af honum þar sem hann lá í jörðinni.

Um tíma stóð tæpt að hægt væri að ljúka tökum á auglýsingunni þar sem Dóri átti erfitt með að stíga í fótinn. „Ég kláraði þetta á adrenalíninu,“ segir hann og bætir að síðan hafi hann farið heim og grátið allt kvöldið. Dóri gerir ráð fyrir að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu og vonar að meiðslin muni ekki setja strik í reikninginn.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing