Auglýsing

Dóri DNA veður í tónlistarverðlaunin vegna fjarveru Gísla Pálma: „Gamalt og úrkynjað batterí“

Árið 2015 var ár rappsins og það er óþolandi að sjá rapp ekki viðurkennt. Þetta segir Halldór Halldórsson, Dóri DNA.

Tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna voru birtar rétt í þessu og má finna hér fyrir neðan. Úlfur Úlfur er fulltrúi rappsins á verðlaununum og fær þrjár tilnefningar.

Á Twitter hefur skapast mikil umræða um fjarveru Gísla Pálma og rapps almennt og þar hefur Dóri verið í broddi fylkingar. Kassamerkið #hoodístón heldur utan um umræðu um málið.

https://twitter.com/DNADORI/status/695646803199451137

Dóri segir í samtali við Nútímann að 2015 hafi tvímælalaust verið ár rappsins á Íslandi. „Rapptónlist var ráðandi. Það er enginn að efast um það. Þetta var árið sem við fórum að gefa út rapp á heimsmælikvarða,“ segir hann.

Hann segir að það sé hreinlega fáránlegt að hunsa rappið. „Það sýnir bara hversu gamalt og úrkynjað þetta batterí sem stýrir tónlist á Íslandi er,“ segir hann.

Hvar er Gísli Pálmi? Hvar er Emmsjé Gauti með „Strákarnir“ sem er hiklaust eitt af lögum ársins? Hvar er Herra Hnetusmjör? Eru allir búnir að gleyma því að það var biðröð niður Laugaveginn að bíða eftir að kaupa plötu Gísla Pálma?

Dóri segir óþolandi að valdastofnunin í íslenskri tónlist ætli ekki að viðurkenna rapp og halda því fram að það sé jaðar eða bara fyrir unglinga.

„Platan hans Gísla er rosaleg. Hún er geðveik. Það er ekki veikur blettur á henni. Ég slefaði þegar ég hlustaði á hana. Þau hljóta að hafa gleymt henni,“ segir hann.

„Ég var reiður áðan en er núna spældur. Það er alltaf komið fram við rapptónlist eins og hún sé lítill 11 ára drengur að þykjast vera svartur. Undir niðri er þetta ekkert annað en hroki. Það er litið niður á rapp — sérstaklega á Íslandi.“

Tilnefningarnar má sjá hér fyrir neðan.

POPP OG ROKK

PLATA ÁRSINS – POPP
Björk – Vulnicura
Dj flugvél og geimskip – Nótt á hafsbotni
Helgi Björnsson – Veröldin er ný
Of Monsters and Men – Beneath the skin
Teitur Magnússon – Tuttugu og sjö

PLATA ÁRSINS – ROKK
Agent Fresco – Destrier
Axel Flóvent – Forest fires
Fufanu – Few more days to go
Meistarar dauðans – Meistarar dauðans
Vio – Drive in

LAG ÁRSINS – POPP
Björk – Stonemilker
Glowie – No more
Júníus Meyvant – Hailslide:
Of Monsters and Men – Crystals
Úlfur Úlfur – Brennum allt

LAG ÁRSINS – ROKK
Agent Fresco – See hell
Axel Flóvent – Forest fires
Fufanu – Your collection
Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar – Af ávöxtunum
Kaleo – Way we go down

SÖNGKONA ÁRSINS
Björk Guðmundsdóttir
Glowie (Sara Pétursdóttir)
Nanna Bryndís
Salka Sól
Sigríður Thorlacius

SÖNGVARI ÁRSINS
Arnór Dan
Friðrik Dór
Helgi Björnsson
Júníus Meyvant
Teitur Magnússon

FLYTJANDI ÁRSINS
Agent Fresco
dj flugvél og geimskip
Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar
Of Monsters and Men
Úlfur Úlfur

TEXTAHÖFUNDUR ÁRSINS
Björk
Bragi Valdimar Skúlason
Jónas Sigurðsson
Teitur Magnússon
Úlfur Úlfur

TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS
Iceland Airwaves
John Grant og Sinfó
Jólatónleikar Baggalúts
Mr. Silla á Iceland Airwaves
Útgáfutónleikar Agent Fresco

JASS- OG BLÚS

PLATA ÁRSINS
Annes – Annes
Einar Scheving – Intervals
K-tríó – Vindstig
Stórsveit Reykjavíkur/Jóel Pálsson – Innri
Sunna Gunnlaugs trio – Cielito Lindo

TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS
Berlin X Reykjavík 2015
Bræðralag – Ómar Guðjónsson & Tómas R. Einarsson
Jazzhátíð Reykjavíkur
Reykjavík Guitarama 2015 – Gítarhátíð Björns Thoroddsen

TÓNVERK ÁRSINS
Einar Scheving – Intervals, plötunni Intervals
Guðmundur Pétursson – Henrik, af plötunni Annes
Jóel Pálsson – Tjörn, af plötunni Innri
Kristján Tryggvi Martinsson – Ofsaveður, af plötunni Vindstig
Sunna Gunnlaugs – Dry cycle, af plötunni Cielito Lindo

FLYTJANDI ÁRSINS
Einar Scheving
Kristján Martinsson
Sigurður Flosason
Sunna Gunnlaugs
Þorsteinn Magnússon

SÍGILD- OG SAMTÍMATÓNLIST

PLATA ÁRSINS
Anna Þorvaldsdóttir – In the Light of Air
Einar Jóhannesson – Áskell Másson
Melkorka Ólafsdóttir – Telemann-fantasíur
Melodia, Kammerkór Áskirkju – Melodia
Nordic Affect – Clockworking

TÓNVERK ÁRSINS
Daníel Bjarnason – Collider
Finnur Karlsson – Fold
Hugi Guðmundsson – Absentia
Karólína Eiríksdóttir – MagnusMaria
Þuríður Jónsdóttir – Solid Hologram

SÖNGKONA ÁRSINS
Sigríður Ósk Kristjánsdóttir
Valgerður Guðnadóttir
Þóra Einarsóttir

SÖNGVARI ÁRSINS
Benedikt Kristjánsson
Bjarni Thor Kristinsson
Oddur Arnþór Jónsson

FLYTJANDI ÁRSINS
Daníel Bjarnason, Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslenska Óperan fyrir Peter Grimes
Davíð Þór Jónsson fyrir flutning á Reykjavík Midsummer Music
Mótettukór Hallgrímskirkju og Hörður Áskelsson fyrir Salómon
Nicola Lolli og Domenico Codispoti fyrir tónleika sína á Listahátíð í Reykjavík
Nordic Affect fyrir tónleikahald á árinu

TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS
Cycle Music and Art Festival
MagnusMaria: Ópera um rétt kyn
Óratorían Salómon
Peter Grimes á Listahátíð
Philharmonia Orchestra og Daniil Trifonov

OPINN FLOKKUR

PLATA ÁRSINS
Memfismafían og Bragi Valdimar Skúlason – Karnevalía
Mr. Silla – Mr. Silla
President Bongo and the Emotional Carpenters – Serengeti
Red Barnett – Shine
Sinfóníuhljómsveit Íslands – Jólalög

UPPTÖKUSTJÓRI ÁRSINS
Björk Guðmundsdóttir og Arka fyrir Vulincura með Björk
Georg Magnússon og Valgeir Sigurðsson fyrir Clockworking með Nordic Affect
Guðmundur Kristinn Jónsson fyrir Karnevalíu með Memfismafíunni og Braga Valdimar Skúlasyni
Ólafur Arnalds fyrir Broadchurch með Ólafi Arnalds
Styrmir Haukssson og Agent Fresco fyrir Destrier með Agent Fresco

BJARTASTA VONIN, tilnefningar frá Rás 2.
Axel Flóvent
Fufanu
Glowie
Pink Street Boys
Sturla Atlas

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing