„Dóttir þín var að vinna á OnlyFans og hún hefur talað um það opinberlega. Hvernig var það fyrir ykkur sem foreldra að uppgötva það eða komast að þessu?“ spyr Kidda Svarfdal sem stýrir hlaðvarpsþættinum Fullorðins á Brotkast. Spurningunni var beint að Björgvini Franz Gíslasyni en hann er nýjasti viðmælandi þáttarins sem á tvímælalaust eftir að vekja athygli.
En hverju svaraði Björgvin Franz?
„Sko við sem betur fer, áður en þetta varð svona opinbert eins og þú veist – ég man ekki hvernig við fréttum þetta. Við settumst bara niður með henni og spurðum um hvernig staðan væri og hún bara viðurkenndi það. Hún bara „Já, þetta er svona og svona..“ – Ég held að allt nýtt svona áfall sé ekki, jafnvel þó þú sért góður í áfalli númer eitt að þá ertu ekkert endilega frábær í áfalli númer tvö. Þegar lífið þarf ekki að vera svona eða hinsegin til þess að maður sé hamingjusamur því þá verð ég aldrei hamingjusamur. Þú veist að þetta kemur svolítið inn á núvitundina sem enn og aftur eru ekki yfirnáttúrleg, ekki trúarleg heldur margrannsökuð og ég segi það því að ég kenni þetta – allavega eitthvað smá, ég er enginn sérfræðingur. Bara búin að stunda þetta í mörg ár og þetta er búið að gera X fyrir mig,“ sagði Björgvin Franz sem ákvað ásamt barnsmóður sinni að setjast niður með dóttur sinni og ræða málið.
„Við elskum þig og við erum alltaf til staðar og getur alltaf leitað til okkar og ég held líka sem vann með okkur er að við lokuðum bara ekki á hana.“
„Já, þetta var svona við náðum einhvern veginn svona ok „…og ert þú að meiða þig eða ertu að ganga yfir mörkin þín og hún sagði nei. Ókei elskan, þú vilt þetta. Já og allt þetta með þessa mýtu að maður græðir svo mikið og að maður sé sinn eigin herra. Ég leyfi ykkur, bara að hlusta á hennar viðtöl sérstaklega eftir að hún hætti. Þegar hún fór að hreinsa upp mikið af þessum mýtum,“ segir Björgvin Franz sem var óhræddur að tala opinskátt um þetta tímabil og áfall í lífi sínu sem foreldri.
Voru alltaf til staðar
„Já ég tala sem foreldri af því þetta er kannski ekki það fyrsta sem þig langar að barnið þitt sé að gera. Við sögðum alltaf við hana bara: „Við elskum þig og við erum alltaf til staðar og getur alltaf leitað til okkar og ég held líka sem vann með okkur að við vorum bara alltaf…við lokuðum bara ekki á hana. Því ég hef séð það gerast hjá öðrum sem bara loka á barnið- það er svo óhjálplegt – miklu frekar bara hvað get ég gert.“
Þau viðbrögð foreldranna voru eflaust hárrétt því dóttir þeirra leitaði ráða hjá þeim þegar allt var komið í óefni og tálsýnin um auðvelda peninga og lúxuslíf fjaraði hægt og bítandi út í sandinn.
„Það var ekki fyrr en að hún sagði bara sjálf að þetta væri að meiða hana. Það er munur á að styðja barnið sitt og styðja einhverja svona miðla. En hún var alla vega farin að meiðast og hún segist ekki geta þetta lengur – hún var svo ógeðslega hörð í þessu en svo sagði hún bara að þetta væri ekki í lagi. að þetta er bara ekki í. Það var verið að hóta henni og þú veist, þetta er bara allt komið í óefni og hún gat ekki farið út neins staðar og þetta bara allt í óefni. Þá bara snéri hún alveg við blaðinu, hætti bara og sagði að þetta væri ekki í lagi og fór hreinlega bara að tala gegn klámi,“ segir Björgvin Franz sem ítrekað tekur fram í viðtalinu að þetta sé hans skoðun, byggð á hans upplifun sem foreldri.
Getur ekki hugsað út í karlmennina sem horfðu á
„Ég ætla ekki alhæfa neitt enda er þetta bara mín reynsla og ég sé það, getur vel verið að einhver komi og segi bara: „Hey, þetta er bara rugl“ – eða skilurðu mig. En mín reynsla er sem ég hef séð og ég hef ekki séð „Já, þarna er gleðin“ skilurðu mig, þú veist, ég held að og nú enn og aftur bara að sjá hana þegar hún fékk nóg, gat ekki meir að þá var svo magnað sjá það og hún fór bara að hjálpa öðrum bara að komast út úr þessu og meira að segja hjálpaði, ef ég man rétt, Neyðarlínunni. Þau höfðu samband við hana því það var verið að gera verkferla hjá þeim hvernig væri hægt að hjálpa stúlkum úr svona aðstæðum.
„Já, hún sneri við blaðinu og hætti svo og bara: „Þetta er ekki í lagi“ og var frekar til í að vera blönk,“ segir Björgvin Franz en eftir að hafa kynnt sér þessa starfsemi örlítið þá segir hann að allir endi á því að ganga yfir mörkin sín.
„Þetta var svolítið skrýtið og við náðum…af því þú getur ekki getur ekki farið bara þú veist hvað með alla mennina sem eru að horfa bara? Ef ég myndi hugsa um það að þá væri ég ekki hér bara að anda. Ég er ekki að segja að ég myndi drepa mig, er ekki að meina það þannig, heldur væri bara að fela mig út í horni eða eithtvað. Ég gæti það bara ekki.“
Virkilega áhugavert viðtal sem hægt er að hlusta á og horfa í fullri lengd á öllum helstu streymismiðlum og að sjálfsögðu á vefsíðu hlaðvarpsveitunnar Brotkast. Þú getur nælt þér í áksrift hér!