Auglýsing

Dr. Gunni ósáttur og skilar bilaðri fartölvu í beinni útsendingu: „Leysa málið eða fara á hausinn“

Tónlistarmaðurinn og neytendafrömuðurinn Gunnar Lárus Hjálmarsson, Dr. Gunni, er afar ósáttur við tölvufyrirtækið Tölvutækni og krefst þess að fá nýja fartölvu af gerðinni Lenovo Yoga frá fyrirtækinu. Hann ætlar sér að skila tölvunni milli 11 og 12 í dag í beinni útsendingu á Facebook.

Gunnar skrifaði opið bréf til fyrirtækisins sem hann birti á Facebook í gær þar sem hann rekur söguna tölvunnar og krefst úrbóta. „Ég kem því til ykkar á morgun laugardag um kl 12 með þessa ónýtu tölvu sem þið rukkuðuð 99.900 kr fyrir. Í stað hennar fæ ég samskonar tölvu að fullu uppsetta. Munu þá ekki verða fleiri eftirmálar út af þessu máli að minni hálfu,“ segir Gunnar.

Ef þið ætlið hins vegar að vera með einhvern skæting og senda tölvuna í enn eina gagnslausa 2ja vikna yfirhalningu þá eruði jafnvel enn vitlausari en þið hafið þegar sýnt fram á að vera.

Forsaga málsins er sú að tengdapabbi Gunnars keypti umrædda Lenovo tölvu hjá Tölvutækni. Tölvan bilaði skömmu seinna og þegar hann leitaði til fyrirtækisins fékk hann slæma þjónustu að sögn Gunna sem varð til þess að hann strunsaði út og skellti hurðum.

Hann kom tölvunni til Gunnars sem hafði notað hana í eina viku þegar hún gaf upp öndina og hætti að virka. Það ætlar Gunnar ekki að sætta sig við. Hann segir þó í samtali við Nútímann að hann ætli sér ekki að vera með nein læti.

Ég er ekki að fara að mæta og öskra og skella hurðum. Ég vil bara fá nýja tölvu. Annaðhvort verður þetta mál leyst eða þetta fyrirtæki fer á hausinn,“ segir hann.

Nútíminn mun fylgjast grannt með gangi mála í dag.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing