Auglýsing

Dreifðu límmiðum með jákvæðum boðskap í garð flóttafólks og hælisleitenda: „Íslendingar eiga að opna faðminn fyrir fólki á flótta!“

Ungir jafnaðarmenn dreifðu í gær límmiðum um höfuðborgarsvæðið. Á límmiðunum voru jákvæð skilaboð í garð flótta­fólks og hæl­is­leit­enda sem vilja setj­ast að hér á landi. Þetta er svar gegn hatursáróðri sem hefur verið dreift á svæðinu með sömu aðferð.

„Við líðum ekki að á Íslandi séu ákveðin öfl að dreifa hatursáróðri gegn þessum viðkvæmu hópum,“ segir í tilkynningu Ungra jafnaðarmanna.

„Ung­ir jafnaðar­menn munu ekki sitja hjá og láta það líðast að öfga­hóp­ar gangi um göt­ur okk­ar og dreifi hat­ursorðræðu í garð viðkvæmra hópa í sam­fé­lag­inu,“ seg­ir Nikólína Hild­ur Sveins­dótt­ir, formaður Ungra jafnaðarmanna, í frétta­til­kynn­ingu.

Ungir jafnaðarmenn telja að stefna íslenskra stjórnvalda í þessum málum sé ómannúðleg. Íslendingar eiga að axla ábyrgð og opna faðminn fyrir fólki á flótta.

„Rík­is­stjórn­in, með Sig­ríði And­er­sen dóms­málaráðherra í broddi fylk­ing­ar, rek­ur stál­hnefa­st­efnu gagn­vart hæl­is­leit­end­um, seg­ir Nikólína.

„Hún lýs­ir sér í því að fólk í mjög viðkvæmri stöðu er mis­kunn­ar­laust sent úr landi. Gild­ir þá einu hvort fólk sé með börn og ljóst er að ís­lensk stjórn­völd hafa ít­rekað orðið upp­vís að því að brjóta gegn Barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing