Auglýsing

Drekkur allt að 14 vínflöskur á dag

Hinn 65 ára gamli franski leikari, Gerard Depardieu, segist drekka allt að 14 flöskur af víni á dag.

Depardieu fór í stóra hjartaðgerð fyrir 14 árum en sá ekki ástæðu til að draga úr drykkjunni eftir hana. Hann pældi ekki heldur í því eftir að hann lenti í alvarlegu mótorhjólaslysi undir áhrifum áfengis.

Í viðtali við franska tímaritið So Film sagðist hann hreinlega ekki geta drukkið eins og venjuleg manneskja.

Ég klára 12, 13, 14 flöskur á dag. Á morgnana byrja ég á því að fá mér kampavín eða rauðvín fyrir klukkan tíu. Svo aftur kampavín. Svo fæ ég mér að borða og drekk tvær flöskur með matnum. Síðdegis; kampavín, bjór og svo nokkrir drykkir um klukkan fimm til að klára flöskuna. Seinna um kvöldið er það svo vodka og/eða viskí. En ég er aldrei ölvaður, bara smá kenndur. Svo þarf ég bara tíu mínútna blund og vitið til! sopi af rósavíni og ég er ferskur eins og lilja.

Depardieu hefur komist í fréttirnar fyrir slæma hegðun undir áhrifum áfengis, síðast fyrir að pissa á gólf flugvélar sem var að fara að taka á loft.

En hann hefur litlar áhyggjur af þessu. „Ég er ekki að fara að deyja. Ekki núna. Ég er ennþá orkumikill,“ sagði hann í viðtalinu við So Film.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing