Auglýsing

Dröfn fór í áheyrnarprufu fyrir HM auglýsingu Volkswagen: „Það var fullt af fólki að þykjast vera Íslendingar”

Dröfn Ösp Snorradóttir-Rozas var ein af Íslendingunum sem var boðið í prufu fyrir nýja auglýsingu Volkswagen fyrir HM. Dröfn var ein af um 15 Íslendingum sem fór í prufur fyrir auglýsinguna en þau höfðu ekki erindi fyrir erfiði þar sem báðir einstaklingarnir sem leika Íslendinga í auglýsingunni virðast ekki vera Íslendingar. Sjáðu auglýsinguna hér að neðan.

Dröfn hefur verið búsett í Los Angeles í tæp 10 ár. Hún vinnur í framleiðslu í Hollywood bæði við auglýsingagerð og kvikmyndir ásamt því að sjá um hlaðvarpsþáttin Englaryk, sem fjallar um fína og fræga fólkið, ásamt vinkonu sinni Hönnu Eiríksdóttir.

Hún segir að það hafi verið sérstaklega óskað eftir Íslendingum fyrir prufurnar og þess vegna hafi hún ákveðið að drífa sig ásamt fleiri Íslendingum sem eru búsettir í Los Angeles. Hún segir þó að í prufunum hafi ekkert verið spurt út í Ísland og að þau sem fengu starfið séu líklega ekki Íslendingar.

Sjá einnig: Volkswagen vann ekki heimavinnuna fyrir kjánalega HM auglýsingu þar sem Ísland kemur við sögu

„Maður vill nú samt ekki líta út eins og bitur næstum-því-leikkona fyrir að fá ekki starfið. Þetta var bara skemmtileg reynsla. Ég hef aldrei á ævinni farið í áheyrnarprufur,” segir Dröfn í samtali við Nútímann.

„Það var pínu sláandi hvað margir voru að þykjast vera Íslendingar eða að ljúga því að mamma þeirra væri íslensk eða eitthvað þannig sniðugt sem var síðan algjör steypa. En svona er Hollywood, það er allt reynt til að komast að.”

Í auglýsingu Volkswagen má sjá íslenska stuðningsmenn biðla til Bandaríkjamanna að halda með Íslandi á HM vegna þess hve fá við erum. Dröfn segir að það sé mikill áhugi á HM í Los Angeles.

„Það er massa áhugi hér. Los Angeles er fjölmenningarborg og það er nánast bar fyrir hvert heimaland úr um alla borg. Ég persónulega riggaði einmitt upp einum slíkum fyrir Ísland hérna austan megin í borginni. Þau tóku með glöðu geði á móti okkur klukkan 05:45 um morguninn fyrir Ísland – Argentínu leikinn. Sá sem er með völdin á barnum er nágranni minn og mamma eiginkonu hans fæddist á Íslandi, og það er staðfest,” segir Dröfn.

Horfðu á auglýsinguna

https://www.youtube.com/watch?v=XDRO6JNdfPo

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing