Á morgun, laugardag, verður Druslugangan gengin í sjöunda sinn. Gangan í Reykjavík hefst við Hallgrímskirkju klukkan 14:00 og verður gengið þaðan niður á Skólavörðustíg og Laugaveg. Gangan endar svo á Austurvelli, þar sem ræður og tónleikar taka við. Gangan mun einnig fara fram á Akureyri og hefst sú ganga við bílastæði Myndlistarskólans á Akureyri klukkan 14:00.
„Megin markmið göngunnar er að losa þolendur undan skömminni sem kynferðislegt ofbeldi skilur eftir sig og skila henni þangað sem hún á heima, hjá gerendum,“ segir á Facebook-síðu göngunnar.
Í ár verður áherslan lögð á baráttu gegn stafrænu kynferðisofbeldi en allar upplýsingar um gönguna má finna hér.