Auglýsing

Druslugangan skorar á stjórnvöld að gera betur: „Tímabundin átaksverkefni eru ekki nóg“

Druslugangan hefur sent opið ákall til stjórnvalda um að markvissari forvarnarfræðslu verði komið á öll skólastig og að fræðslan miði að því að koma í veg fyrir öll þau brot sem hægt er. „Vonumst við eftir að fá viðbrögð frá flokkunum og/eða stjórnmálamönnum,“ segir í tilkynningu frá Druslugöngunni.

„Tímabundin átaksverkefni eru ekki nóg,“ segir í ákallinu. „Ef uppræta á kynferðisofbeldi verður að horfa á rót vandans og sjá til þess að enginn einstaklingur alist upp í íslensku samfélagi án þess að skilja hvað kynferðisofbeldi er og hvenær hann sjálfur er að beita því.“

Druslugangan telur að hægt sé að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi.

Að ráðast ekki í fyrirbyggjandi aðgerðir er afstaða sem samfélagi þöggunar og gerir lítið úr þjáningum allra sem orðið hafa fyrir ofbeldi sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir.

Druslugangan verður gengin þann 23. júlí næstkomandi klukkan 14. Gengið er frá Hallgrímskirkju, niður Skólavörðustíg að Austurvelli þar sem við taka ræðuhöld og tónleikar.

Hér má sjá ákallið á Facebook

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing