Auglýsing

Drykkjuleikur fyrir kappræður frambjóðenda á RÚV, tveir sopar ef Guðni vísar í söguna

Umræður með öllum frambjóðendum til embættis forseta Íslands verða í beinni útsendingu á RÚV í kvöld. Þetta er í fyrsta skipti sem allir frambjóðendur mætast en eins og við vitum öll þá er föstudagur í dag.

Sjá einnig: Þetta fólk er í framboði til forseta Íslands

Það er því ekki ólíklegt að fólk fái sér einn eða tvo í kvöld. Við settum saman lítinn drykkjuleik til að krydda kvöldið aðeins. Reglurnar eru afar einfaldar eins og sjá má hér fyrir neðan.

Farið vel yfir þetta áður en umræðurnar hefjast

 

Tveir sopar ef…

…Guðni Th. vísar í söguna

…Davíð segir frambjóðendur „hlaupast undan orðum sínum“

…Elísabet Jökuls fær alla til að hlæja í fyrstu tilraun

…Halla talar um gildi

…Andri Snær notar hendurnar til að tala

…Ástþór talar um frambjóðanda RÚV

…Sturla vísar í stjórnarskrá Íslands

…Hildur hellir niður

…Guðrún Margrét fær störu

Gif-drink

Þrír sopar ef…

…Þáttarstjórnandi stoppar Ástþór til að hleypa öðrum að

…Davíð segir: „En það er allt í lagi.“

…Ef allir fara að hlæja

…Halla talar um samfélagið sem hún vill búa í með því að nefna „samfélagið sem hún vill búa í“

…Davíð talar um þorskastríðið

giphy-6

Klára úr glasinu/flöskunni/dósinni ef…

…Frambjóðandi gengur út

…Útsendingin verður rofin

…Guðrún Margrét stelur senunni

…Davíð segir brandara með því að vísa í eigin brandara

…Ef einhver missir stjórn á skapi sínu

tumblr_o6cjk5gtfV1tq4of6o1_500

Helltu úr glasinu/flöskunni/dósinni yfir þig ef…

…Einhver segir: „Icesave“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing