Auglýsing

Dularfullur hakkari útrýmir Áttunni

Fyrir skömmu birtist dularfullt myndband á öllum samfélagsmiðlum Áttunnar þar sem grímuklæddur einstaklingur lýsir því yfir að öllum „viðbjóði“ Áttunnar hafi verið eytt. Þegar nánar er að gáð reynist það rétt, en allir samfélagsmiðlaaðgangar Áttu-gengisins eru tómir.

Myndbandið má sjá hér að neðan.

https://youtu.be/sS97LD5cRkg

Áttan er samfélagsmiðlateymi áhrifavalda og fjöllistafólks með fjöldan allan af fylgjendum. Hópurinn heldur úti útvarpsstöð og vinsælum reikningum á samfélagsmiðlum en óvíst er um framhaldið.

Rúmlega 7.400 manns eru skráðir fylgjendur á YouTube og hefur myndbandið fengið rúmlega 260 áhorf þegar þetta er skrifað. Á Instagram er Áttan með 16.500 fylgjendur en aðgangurinn hefur verið strípaður öllu efni að undanskildu dularfulla myndbandinu. Sömuleiðis er Facebook-reikningur og Twitter Áttunar galtómt.

Hakkarinn dularfulli segir að Áttan sé „allt það sem er að“ í samfélaginu og að Áttu-liðar hafi reynt að skemma heyrn þjóðarinnar í fyrra og vísar þar til lagasmíða Áttu-liða en smellurinn „Nei nei“ (sem ekki er hægt að nálgast lengur) var gríðarlega vinsæll á sínum tíma og var með rúmlega 1,5 milljóna áhorf á YouTube.

Skiptar skoðanir hafa hinsvegar verið um störf Áttu-hópsins í gegnum tíðina og eins og sjá má á Instagram virðast notendur margir hverjir ánægðir með hakkarann dularfulla, en honum er hrósað í hástert í athugasemdum undir myndbandsbirtingunni þar.

View this post on Instagram

Útrýming Áttunnar

A post shared by Áttan Miðlar (@attanmidlar) on

Sömuleiðis hafa sketsar Áttunnar og innihald þeirra verið harðlega gagnrýndir og fjarlægði Áttan einn slíkan úr umferð á síðasta ári. Sketsinn var auglýsing fyrir nýjan Áttu-borgara á Hamborgarfabrikkunni og þótti einkar ósmekklegur.

Sjá einnig: Vilhelm Neto í áfalli eftir nýjasta skets Áttunnar

Netverjar velta því fyrir sér um hvort alvöru hakkara sé að ræða eða hvort þetta sé aðeins nýjasta brella Áttu-liða. Það verður spennandi að sjá en hakkarinn bendir fólki á að fylgjast með á næstunni.

Nútíminn hefur enn ekki náð tali af Nökkva Fjalari, einum stofnenda Áttunnar, en Áttu-liðar benda allir á að hafa samband við Nökkva Fjalar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing