Auglýsing

Dulnefni stjarnanna opinberuð af tölvuþrjótum

Tölvuþrjótar brutust á dögunum inn í tölvukerfi kvikmyndarisans Sony Pictures. Gríðarlegu magni af gögnum var stolið og hefur þeim verið lekið á netið undanfarna daga.

Á meðal gagna sem hafa verið gerð opinber eru sjúkraskrár starfsfólks, upplýsingar um laun leikara, kvikmyndir, símanúmerið hjá Brad Pitt og fullt af dulnefnum sem stjörnurnar nota þegar þær bóka hótelherbergi.

Hópurinn sem braust inn í tölvukerfi Sony kallar sig Guardians og Peace. Margir telja að hópurinn sé á vegum stjórnar Norður-Kóreu en fyrstu upplýsingarnar sem láku vörðuðu kvikmyndina The Interview, sem er gamansöm ádeila á stjórnskipun í landinu.

Svokallaðar kynningarbiblíur eru á meðal þess sem tölvuþrjótarnir hafa lekið á netið. Í þeim má finna símanúmer og tölvupóstföng hjá leikstjórum, framleiðendum, kynningarfulltrúum og leikurum. Í einhverjum tilvikum mátti finna dulnefni sem leikararnir nota til að bóka hótelherbergi.

Hér eru nokkur dæmi.

Tom Hanks notar Harry Lauder og Johnny Madrid.

Sara Michelle Gellar notar Neely O’Hara.

Tobey Maguire notar Neil Deep.

Natalie Poartman notar Lauren Brown.

Jessica Alba notar Cash Money.

Clive Owen notar Robert Fenton.

Taye Diggs notar Scott Diggs, sem er raunverulegt nafn hans.

Rob Schneider notar Nazzo Good, sem er mjög fyndið.

Jude Law notar Mr. Perry.

Daniel Craig notar Olwen Williams til heiðurs afa sínum, Olwyn Williams.

Ice Cube notar Darius Stone og O’Shea Jackson.

Debra Messing notar Ava Harper.

Búast má við að þetta fólk breyti dulnefnum sínum. Það er ljóst að Sony er ekki vinsælasta fyrirtækið í Hollywood núna.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing