Auglýsing

Dýrast að leigja íbúð vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík

Yfirleitt er dýrast að leigja íbúð vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík. Þegar litið er til íbúðanna með flest herbergi, fimm eða fleiri, er dýrast að leigja austan Kringlumýrarbrautar. Meðalleiguverð á fermetra í tveggja herbergja íbúð á síðasta ári var lægst á Vestfjörðum, eða 1.106 krónur. Það gera 66.360 krónur á mánuði fyrir íbúð sem er 60 fermetrar.

Hæsta meðalleiguverðið á tveggja herbergja íbúð var aftur á móti í Reykjavík, vestan Kringlumýrarbrautar, var aftur á móti 2.654 krónur á fermetra. Á Akureyri var meðalleiguverð á fermetra fyrir þessa stærð íbúðar 1.946 krónur, í Garðabæ, Hafnarfirði og á Álftanesi 2.231 krónur og í Reykjanesbæ 1.621 króna.

Þetta kemur fram í skýrslu um húsnæðismarkaðinn sem Reykjavik Economics vann fyrir Íslandsbanka og kom út í dag.

Hæsta fermetraverð í Reykjavík á síðasta ári var í miðborginni, þ.e. innan Hringbrautar og Snorrabrautar. Meðalstaðgreiðsluverð á hvern fermetra nam 469 þúsund krónum, eða rúmlega 28 milljónir fyrir 60 fermetra íbúð. Lægsta fermetraverðið var aftur á móti í Seljahverfinu í Reykjavík, eða 305 þúsund krónur á hvern fermetra.

Húsnæðisverð var lægst í Vöngunum í Hafnarfirði, 275 þúsund á hvern fermetra, þegar litið var til verðs eftir hverfum á höfuðborgarsvæðinu en hæst á Seltjarnarnesi,437 þúsund á hvern fermetra.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing