Auglýsing

Dýrasti leddari landsins falur fyrir 350 þúsund

Dýrasti leðurjakki landsins er falur fyrir 350 þúsund krónur í hópnum Brask og brall á Facebook. Jakkinn er í stærðinni XL og er sem nýr enda ekkert notaður. Hann er sérpantaður frá Mónakó og kostaði heilar 600 þúsund krónur en hann Gísli Þór er að selja hann fyrir Óskar Guðjón, bróður sinn.

Gísli segir bróður sinn hafa rekist á samskonar leðurjakka í Pradabúð í Lundúnum árið 2007. „Óskar hefur alltaf haft mjög góðan smekk þegar kemur að klæðnaði,“ segir Gísli. „Þetta var flottasti leðurjakki sem hann hafði augum litið og hann varð að fá hann. Vandamálið var bara að þeir í búðinni áttu ekki jakkann í hans stærð. Óskar lét það nú ekki vefjast fyrir sér og fékk þá til að sérpanta jakkann frá Mónakó. Aðeins örfá eintök voru framleidd af þessum jakka í heiminum.“

En af hverju að selja jakkann?

Óskar er að selja hann vegna þess að hann er meirihluta ársins erlendis þar sem er mjög heitt loftslag. Hann hefur því lítil not fyrir jakkann. Þar af leiðandi lítur hann út eins og glænýr.

Spurður hvort barist sé um jakkann segir Gísli að nokkur tilboð hafi þegar borist. „En þau eru flest bara djók,“ segir hann léttur. „Ætli við færum okkur ekki yfir á Ebay ef þetta heldur svona áfram.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing