Ein sekúnda í auglýsingahléi á RÚV í leik Íslands og Argentínu kostar 18 þúsund krónur en það er dýrasta sekúnduverð frá upphafi. Frá þessu er greint á mbl.is.
Einar Logi Vignisson, auglýsingastjóri RÚV, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að þetta verð sé þó ekki mikið hærra en á öðrum stórviðburðum. Til samanburðar hafi auglýsingasekúndan í kringum áramótaskaupið kostað frá 15 þúsund krónum upp í 16.500 krónur.
Sjá einnig: Sjáðu geggjaða auglýsingu Coca-Cola fyrir HM sem Hannes leikstýrði
Miðað við þetta verð kostar ein birting á nýrri HM auglýsingu Coca-Cola sem Hannes Halldórsson leikstýrði kosta 1,8 milljónir króna en sú auglýsing er 100 sekúndur.
Einar Logi segir að aldrei hafi jafn margir aðilar frumgert langar sjónvarpsauglýsingar en að minna sé af styttri auglýsingum en vanalega. Hann segir að enn sé nægt framboð af auglýsingatímum yfir HM en auglýsingatímar í hálfleik á leikjum Íslands séu uppseldir.