Auglýsing

EasyJet fjárfestir í Dohop fyrir 279 milljónir króna

Breska lággjaldaflugfélagið EasyJet fjárfestir í íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Dohop.

Fjárfestingin felst í láni upp á 2,25 milljónir evra eða um 279 milljónir íslenskra króna en flugfélagið getur breytt láninu í 15 prósenta hlut í nýsköpunarfyrirtækinu við lok lánstímans að því er kemur fram í frétt Vísis.

Rætur Dohop liggja í því að finna hagkvæmustu flugfargjöld fyrir viðskiptavini á netinu og fyrirtækið hefur verið í nánu sambandið við EasyJet undanfarin ár. Flugfélagið býður upp á Woldwide by EasyJet sem aðstoðar viðskiptavini við að finna tengiflug í gegnum önnur flugfélög en tæknin er knúin af Dophop.

Tvennt liggur til grundvallar fjárfestingunni. Annars vegar að EasyJet tryggi að Dohop hafi fjárhagslegt bolmagn til að takast á við verkefnið fyrir flugfélagið og hins vegar sé þetta stórt tækifæri til fjárfestingar sem flugfélagið vilji taka þátt í.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing