Auglýsing

EBU hótar því að Úkraína fái ekki að taka aftur þátt í Eurovision

EBU, Samband Evrópskra sjónvarp- og útvarpsstöðva og stofnandi Eurovision, hefur hótað því að Úkraína fái ekki að taka þátt í keppninni aftur, eftir að hafa haldið hana á þessu ári, ef Julia Samoilova, flytjandi framlags Rússlands í ár, fær ekki að koma til landsins.

Henni hefur verið bannað að koma til Úkraínu næstu þrjú árin af því að hún ferðaðist til Krímskaga árið 2015 og fór þangað í gegnum rússneskt vegabréfaeftirlit, ekki úkraínskt. Nokkur lönd hafa hótað því að draga sig úr keppninni í ár, fái Samoilova ekki að taka þátt.

Sjá einnig: Nokkur lönd hóta að draga sig úr Eurovision í ár fái Julia ekki að koma til Úkraínu

Í bréfi sem yfirmaður EBU, Ingrid Delenre, sendi forsætisráðherra Úkraínu, Volodymyr Groysman, kom fram að bann Úkraínu væri óviðunandi. Standi yfirvöld í Úkraínu við bannið gæti farið svo að Úkraína fái ekki að taka þátt í Eurovision aftur.

Undankeppnir Eurovision verða haldnar dagana 9. – og 11. maí. Rússneska söngkonan á að flytja framlag sitt í seinni undankeppninni. Svala Björgvinsdóttir verður aftur á móti þrettánda á svið fyrir Íslands hönd á fyrra kvöldinu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing