Auglýsing

Ed Westwick rekinn úr þáttaröð BBC vegna ásakana um kynferðisofbeldi

Breski leikarinn Ed Westwick, sem flestir þekkja úr þáttunum Gossip Girl, hefur verið rekinn þáttaröðinni Ordeal by Innocence vegna ásakana um kynferðislegt ofbeldi. Leikarann Christian Cooke tekur við hlutverki Ed en taka þarf upp allar senur Westwicks aftur. BBC greinir frá þessu. 

Sjá einnig: Ed Westwick úr Gossip Girl sakaður um nauðgun: „Ég vaknaði svo við að Ed var ofan á mér“

Þrjár konur hafa stigið fram sakað Westwick um kynferðisbrot en hann hefur alla tíð neitað sök. Þá sagði fyrirsætan Lilja Ingibjargardóttir frá ruddalegri hegðun Westwick í viðtali við DV árið 2011.

Westwick er ekki eini leikarinn sem misst hefur starfið eftir ásakanir um kynferðisofbeldi að undanförnu en Kevin Spacey var skipt út fyrir Christopher Plummer í myndinni All the Money in the World á dögunum eftir svipaðar áskanir.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing