Nú stendur yfir aðalfundur Pírata í Valsheimilinu í Reykjavík. Bandaríski uppljóstrarinn, Edward Snowden er leynigestur á fundinum en hann er staddur í Moskvu og ávarpar því fundargesti í gegnum vefmyndavél. Það er vísir.is sem greinir frá þessu.
Í fréttatilkynningu frá framkvæmdastóra Pírata kemur fram að hugrekki Snowdens og barátta fyrir upplýsingafrelsi og gegnsæi sé ástæða þess að hann var beðinn um að vera leynigestur á fundinum.
Smári McCarthy birti þessa mynd á Twitter í tilefni ávarps Snowdens.
Woohoo! @Snowden is our special secret guest at @PiratePartyIS General Assembly! pic.twitter.com/O027ALFUwB
— Smári McCarthy (@smarimc) August 27, 2017