Amy Schumer flutti sprenghlægilega ræðu á Glamour-verðlaunahátíðinni í vikunni. Í ræðunni kom meðal annars fram að þyngd eigi ekki að hindra rómantík.
Schumer var verðlaunið sem frumkvöðull ársins en grínþættir hennar hafa slegið í gegn.
Hún er oft á feminískum nótum í þáttunum og hefur meðal annars gagnrýnt karlrembuna í Hollywood, tæklað nauðgunarmál Bill Cosby og grínast með fegurðarkröfur strákasveita.
Hún hefur einnig grínast með hvernig konur hegða sér í spjallþáttum.
Á meðal þess sem hún sagði í ræðunni var hún ætlaði að ná sjálfsmynd af sér með Goldie Hawn um kvöldið. Þá sagðist hún ekki vera stressuð.
Ég er glæsileg. Mér líður ekki eins og ég sé útundan. Ég er 160 pund og get nælt í tittling þegar ég vil.
Loks sagðist hún hlakka til þegar það sem hún er að gera hættir að vera frumkvöðlastarf. „En ég er mjög ánægð með þessi verðlaun.“