Auglýsing

Ég er ekki Birkir Bjarnason

Sindri Rúnarsson, leikmaður Selfoss í fótbolta, fær óspart að heyra að hann sé tvífari Birkis Bjarnasonar, sem fór á kostum með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta á EM í Frakklandi í sumar.

Á djamminu hrópar fólk nafn Birkis að Sindra, honum til lítillar skemmtunar og aðfaranótt sunnudags gekk sú saga um miðborgina að Birkir Bjarnason væri staddur á Vegamótum en raunin var sú að þar var okkar maður að skemmta sér með vinum sínum.

Sindri er ósammála þeim sem finnst hann líkur Birki en telur líklegt að síða hárið sé að blekkja fólk. „Mér finnst þetta bara fyndið en það eru vinirnir sem gera manni lífið leitt. Þeir hætta ekki að minnast á þetta, þeir eru óþolandi,“ segir hann í samtali við Nútímann.

Hann segist ekki hafa íhugað að skerða hár sitt til að koma í veg fyrir misskilninginn.

Nei, ég tel það ekki nauðsynlegt og vona að Birkir telji það ekki heldur.

Sindri vill lítið gera úr málinu og telur það alls ekki fréttnæmt. „Ég trúi ekki að þú sért að skrifa þetta í alvörunni,“ segir hann léttur.

„Ég skil bara ekki misskilninginn, fólk sér alveg að ég er ekki hann, fólk er fífl.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing