Auglýsing

Egill eyddi klukkutíma í að ná réttu myndinni af Tönju með blöðru: „Erfiðasta sem ég veit“

Tanja Ýr Ástþórsdóttir segir mikla vinnu á bakvið það að halda úti vinsælli Instagram síðu. Egill Halldórsson, kærasti Tönju er sammála því. Í þættinum Sítengd sem sýndur er á Rúv greindi Egill frá því að hann hafi einu sinni verið í klukkutíma að ná réttu myndinni af Tönju þegar hann gaf henni risastóra blöðru á Valentínusardaginn.

„Erfiðasta sem ég veit um þegar við Tanja erum að byrja saman. Eftirminnilegasti dagurinn var Valentínusardagurinn. Þetta er fyrsti Valentínusardagurinn okkar saman og ég kem með svona huge blöðru, kom henni varla fyrir í bílnum mínum. Ég er að bjóða henni út að borða og er geðveikt spenntur en svo erum við klukkutíma, no joke, kannski einn og hálfan, að taka myndir af þessari blöðru,“ segir Egill.

Sjá einnig: Tanja Ýr og Arna Ýr gagnrýndar á Twitter: „Fokking borðiði bara og hættið að reyna að láta konur fá samviskubit“

Tanja er þakklát fyrir hjálpina frá Agli og segir að án hans hefði hún kannski ekki getað tekið jafn margar myndir til þess að deila á samfélagsmiðlum.

„Hann er alltaf að læra að gera betur og kann örugglega bara meira en ég á myndavélarnar og svoleiðis,“ segir hún.

Sítengd – veröld samfélagsmiðla eru heimildaþættir um samfélagsmiðla í umsjón Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur og Viktoríu Hermannsdóttur. Þátturinn er á dagskrá Rúv á sunnudögum klukkan 20:35.

Sjáðu myndbandið

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing