Óhætt er að segja að myndirnar sem breska dagblaðið Daily Mail birti í gær af fótboltagoðsögninni David Beckham og fjárfestinum Björgólfi Thor Guðmundssyni hafi brotið internetið.
Margir tjáðu sig um líkamsbyggingu Björgólfs á samfélagsmiðlum og þá sérstaklega um lappirnar á honum sem virðast á myndinni smáar í samanburði við efri hlutann.
Mín tvö sent: Tala minna, beygja meira! #LegDay https://t.co/TTEO7f4VLA
— Guðmundur K. Jónsson (@gudmundur_kr) October 24, 2017
Hei Björgólfur, don't forget legday maður.. https://t.co/N2yyoyB07X
— Björn Leó (@Bjornleo) October 24, 2017
Einhver er að svindla á leg day https://t.co/q1kKNKp2ut
— Valþór (@valthor) October 24, 2017
Nútíminn leitaði til sérfræðinga sem vilja meina að skýringu megi rekja til óheppilegrar stærðar á stuttbuxum og vondu sjónarhorni.
Einkaþjálfarinn Egill Einarsson segir að stuttbuxur Björgólfs séu í sérstaklega vondri sídd. „Ég veit að hann tekur 200 kíló í bekk og það er útilokað án þess að vera með gott rassgat og góð læri. Ég held að þessar stuttbuxur séu að blekkja, þær eru í vondri sídd,“ segir Egill.
Ég væri til í að sjá hann í evrópskum þveng, þá hefði hann fengið að njóta sín betur.
Egill skellir einnig skuldinni á þann aðila sem tók myndina. „Sá sem tók þessa mynd þarf að skeina sér. Ef hún hefði verið tekin á hlið hefðu þessi læri fengið að njóta sín mun betur,“ bætir hann við.
Gísli Örn Reynisson eða Ofur-Gísli eins og hann kallar sig tekur í sama steng og Egill. „Ég held að þetta sé óheppilegt sjónahorn fyrir hann. Skrokkurinn á honum er óaðfinnanlegur að öllu öðru leyti en ég væri til í bjóða honum með mér á æfingu,“ segir Ofur-Gísli.
Myndina umtöluð má sjá hér að neðan
— Máni Steinn Ómarsson (@ManiSteinnO) October 24, 2017