Auglýsing

Eigendi Fresco segir að músinni hafi verið komið fyrir í salatinu af einhverjum sem vill staðnum illt

Einar Ásgeirsson, einn eigenda og stjórnarformaður Fresco, útilokar í samtali við Vísi að músarungi sem karlmaður segist hafa fundið í salati sem hann keypti hjá Fresco, hafi verið í salatinu þegar maðurinn yfirgaf staðinn.

Mbl.is greindi frá því í morgun að músarungi hefði fundist í salati á veitingastað í Reykjavík. Nú hefur komið í ljós að staðurinn sem um ræðir er veitingastaðurinn Fresco.

Sjá einnig: Leitaði sér aðstoðar á Landspítalanum eftir að hafa fundið dauða mús í salati í Reykjavík

Eins og greint var frá í frétt mbl.is tók heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur út staðinn en fann ekkert athugavert. Einar segir í samtali við Vísi að á staðnum sé allt til fyrirmyndar. „Okkur er tjáð að strákurinn hafi farið með salatið á vinnustaðinn sinn og þar kemur þetta í ljós,“ segir Einar á Vísi.

Einar hefur starfað í veitingageiranum frá árinu 1985 og rak lengi vel pizzastaði. Hann segist ýmsu vanur og nefnir við Vísi að algengt sé að fólk reyni að troða dóti á pizzur til að kría út fría máltíð.

Það kemur jafnframt fram í frétt Vísis að Einar útiloki ekki að fara fram á lögreglurannsókn á málinu. „Við verðum að komast til botns í þessu svo við lendum ekki í þessu aftur. Músin kom í salatið af mannavöldum sem vilja okkur eitthvað illt,“ segir Einar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing