Auglýsing

Eigendur fjölmiðla losuðu sig út úr Bláa lóninu fyrir mörg þúsund milljónir

Það má með sanni segja að ein umdeildustu hlutabréfaviðskipti áratugarins, ef marka má viðbrögð almennings, séu kaup stærstu lífeyrissjóða landsins á hlutabréfum í Bláa lóninu fyrir tæpar fjögur þúsund milljónir.

En af hverju er Nútíminn sá eini sem hefur bent á þessa tímalínu? Gæti það tengst umsvifum athafnamannsins Sigurðar Arngrímssonar sem seldi lífeyrissjóðunum allan hlut sinn í Bláa lóninu? Því verða fjölmiðlarnir sjálfir að svara en vert er að skoða viðskiptasögu Sigurðar í ljósi alls þessa.

Líkt og Nútíminn greindi frá voru kaupin framkvæmd í gegnum félagið Blávarma – félag sem nú er næststærsti eigandi Bláa lónsins og fer með 36,2% eignarhlut í fyrirtækinu. Eigendur félagsins eru fjórtán af stærstu lífeyrissjóðum Íslendinga.

Stærstu lífeyrissjóðir landsins keyptu í Bláa lóninu eftir að jarðhræringar hófust: „Þeir eyddu fjögur þúsund milljónum í miðju eldgosi“

Keyptu þrátt fyrir óvissuástand

Gengið var frá kaupunum á sama tíma og gríðarleg óvissa ríkti um framtíð Svartsengis í ljósi landriss á svæðinu og eldgoss í Fagradalsfjalli.

Þessi Helgi er aðaleigandi Fjölmiðlatorgs ehf. í dag en fyrirtækið á og rekur DV.is.

Vísir greindi frá sölunni þann 7. september árið 2021 en Nútíminn er eini miðillinn sem hefur lagt saman tímalínu kaupanna og þær miklu jarðhræringar sem í raun hófust einu og hálfu ári fyrir kaup lífeyrissjóðanna. Það var nefnilega í janúar árið 2020 sem landris hófst skyndilega vestan við fjallið Þorbjörn, steinsnar frá Bláa lóninu. Kaupin gengu hins vegar ekki í gegn fyrr en í september ári seinna – á sama tíma og eldgos stóð yfir í Fagradalsfjalli og gríðarleg óvissa ríkti um framtíð svæðisins.

Ærandi þögn íslenskra fjölmiðla

En af hverju er Nútíminn sá eini sem hefur bent á þessa tímalínu? Gæti það tengst umsvifum athafnamannsins Sigurðar Arngrímssonar sem seldi lífeyrissjóðunum allan hlut sinn í Bláa lóninu? Því verða fjölmiðlarnir sjálfir að svara en vert er að skoða viðskiptasögu Sigurðar í ljósi alls þessa.

Soffía er ekki bara stjórnarformaður Blávarma því hún er líka forstöðumaður eignastýringasviðs Birtu lífeyrissjóðs. Birta er fjórði stærsti lífeyrissjóður landsins en þrátt fyrir það telur Soffía sig ekki knúna til að svara fjölmiðlum – að minnsta kosti ekki Nútímanum.

Þessi Sigurður hefur nefnilega verið viðriðinn nokkur fjölmiðlafyrirtæki í gegnum tíðina. Hann keypti til að mynda allt hlutafé í fjölmiðlafyrirtækinu Hringbraut árið 2017. Þá var Sigurður einn af eigendum Fréttablaðsins og DV frá árinu 2019 og allt. þar til Fréttablaðið var lagt niður og um 100 manns sagt upp í apríl 2023. Sigurður átti útgáfufyrirtækið ásamt vini sínum og viðskiptafélaga til margra ára, Helga Magnússyni. Þessi Helgi er aðaleigandi Fjölmiðlatorgs ehf. í dag en fyrirtækið á og rekur DV.is.

Áttu fjölmiðlaveldi á sama tíma og kaupin gengu í gegn

Hvað þýðir það? Jú, Sigurður átti Hringbraut, Fréttablaðið og DV þegar umrædd kaup gengu í garð. Engar fréttir er að finna um umrædd kaup lífeyrissjóðanna á vef DV.is – einu fréttirnar sem voru skrifaðar um kaup lífeyrissjóðanna birtust á vef Vísis. Þær voru tvær talsins, önnur birtist þann 7. september árið 2021 og hin 16. september sama ár. Í þeim kemur fram að stjórn Blávarma meti það sem svo „…að Bláa lónið hafi tækifæri til enn frekari vaxtar í framtíðinni og verði áfram einn eftirsóttasti áfangastaður erlendra ferðamanna hér á landi.“ Hvernig stjórn Blávarma komst að þessari niðurstöðu í ljósi fjölda neyðar- og upplýsingafundi sem höfðu verið haldnir með forsvarsmönnum Bláa lónsins er óskiljanlegt. Því eru sérfræðingar í áhættufjárfestingum sammála.

Sjóðfélagar Birtu og annarra lífeyrissjóða eiga skilið að fá svör.

Stjórnarformaður Blávarma, Soffía Gunnarsdóttir, hefur ekki svarað fyrirspurn Nútímans um kaup félagsins á bréfum í Bláa lóninu þrátt fyrir að sitja í stjórninni í umboði lífeyrissjóðanna – sjóða sem Íslendingar eiga. Allir sjóðfélagar í þeim fjórtán lífeyrissjóðum sem eiga í Blávarma eiga skilið að fá svör við þeim spurningum sem nú hafa vaknað um kaupin. Kaup sem gætu haft veruleg áhrif á lífeyrisréttindi tugi þúsunda Íslendinga.

Átt þú í þessum lífeyrissjóðum? Þetta eru þeir sjóðir sem eiga Blávarma – félag sem nú fer með næststærsta hlutinn í Bláa lóninu.

Hinn almenni borgari á skilið svör

Soffía er ekki bara stjórnarformaður Blávarma því hún er líka forstöðumaður eignastýringasviðs Birtu lífeyrissjóðs. Birta er fjórði stærsti lífeyrissjóður landsins en þrátt fyrir það telur Soffía sig ekki knúna til að svara fjölmiðlum – að minnsta kosti ekki Nútímanum. Sjóðfélagar Birtu og annarra lífeyrissjóða hljóta hins vegar að eiga skilið að fá svör.

Nútíminn hefur nú þegar sent Soffíu eftirtaldar spurningar en engin svör hafa borist:

1. Fékk Blávarmi einhvern sérfræðing/sérfræðinga til þess að meta mögulega áhættu félagsins vegna kaupa á þessum stóra eignarhlut í Bláa lóninu í ljósi landris og eldgoss á svæðinu?

2. Hvernig kom það til að Blávarmi keypti umræddan hlut, 6,2 prósent – viðskipti sem hófust í júní 2021 og lauk í september sama ár?

3. Hefur verðmæti hlutabréfa Blávarma í Bláa lóninu rýrnað í ljósi þeirra eldsumbrota sem ekki sér fyrir endann á?

4. Hver hjá Blávarma ber ábyrgð á umræddum kaupum á 6,2 prósenta hlut í Bláa lóninu árið 2021?

5. Átti einhver á vegum Blávarma fund/fundi með vísindamönnum árið 2020 vegna landriss á svæðinu og þeirrar óvissu sem þá ríkti með framhaldið?

6. Hver mat verðmæti bréfanna á þeim tíma sem kaupin voru gerð?

Vinirnir losuðu sig út á hárréttum tíma

En hvað með Helga Magnússon, aðaleiganda DV.is? Þegar viðskipti með hlutabréf í Bláa lóninu eru skoðuð ofan í kjölinn kemur í ljós að Helgi, besti vinur og viðskiptafélagi Sigurðar, náði einnig að losa sig við hlutabréf í Bláa lóninu á meðan það gaus í Fagradalsfjalli. Þau viðskipti áttu sér stað aðeins nokkrum vikum á undan þeim viðskiptum sem Nútíminn hefur greint frá er varðar Blávarma. Sigurður losaði sig við 6,18% hlut í Bláa lóninu en Helgi tæplega 6,2% hlut.

Helgi neitaði að gefa upp kaupverðið á sínum tíma en ef miðað er við sölu Sigurðar á nánast sama hlut er ljóst að um er að ræða mörg þúsund milljóna króna viðskipti. En hver keypti af Helga? Það var fjárfestingafélagið Stoðir en einn af eigendum Stoða er Íslandsbanki. Hver á Íslandsbanka? Stærstu hluthafarnir eru íslenska ríkið og nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins.

Tilviljun? Lesendur Nútímans verða að draga sínar eigin ályktanir. Þetta eru staðreyndir málsins.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing