Auglýsing

Einar Mikael segist aldrei hafa tekið við styrknum frá Nýsköpunarmiðstöð

Töframaðurinn Einar Mikael segir að styrkur frá Nýsköpunarmiðstöð, sem Nútíminn fjallaði um í gær, hafi aldrei verið greiddur út. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Einars. Hann segir að markaðsrannsóknarstyrkir ætlaðir fyrirtækjum eigi fátt ef nokkuð skylt við listmannalaun en hann hefur verið áberandi í umræðunni um þau.

„Fjallað var um markaðsrannsóknarstyrk sem ég sótti um fyrir fyrirtækið mitt en nýtti aldrei,“ segir Einar. Nútíminn fékk upplýsingar um styrkinn á vef Nýsköpunarmiðstöðvar.

Styrkurinn, sem var eingreiðsla upp á 550.000 krónur, var með öðrum orðum aldrei greiddur út. Þar fyrir utan hafði styrkurinn ekkert með töfrasýningar mínar hér á landi að gera. Ekki neitt.

Einar segir í færslu sinni að Nútíminn hafi aldrei reynt að hafa samband við hann. Nútíminn hringdi í númer sem er gefið upp í tengslum við skráningu á léni hans: hetjur.is en slökkt var á þeim síma í gær.

Nútíminn biður Einar afsökunar á því að hafa numið staðar þar. Það voru mistök að hringja í rangt númer.

Í færslu sinni segir Einar að það eina sem hann vildi koma á framfæri með skrifum sínum um listamannalaunin væri að honum finnist óeðlilegt að 11 nefndarmenn úthluti hverjir öðrum 450 milljónir króna á síðustu 10 árum.

„Það eru margir ungir listamenn sem hafa aldrei fengið tækifæri því þessir nefndarmenn deila styrkjunumm sín á milli ár eftir ár,“ segir hann.

„Eflaust er hvergi í heiminum auðveldara að lifa á listinni en á Íslandi. Fjölmargir íslenskir listamenn hafa lifað á list sinni í fleiri áratugi án þess að vera áskrifendur að háum peningafjárhæðum.“

Hann segir að rithöfundarnir eigi að baki langan feril og að þeir „hefðu vel getað klárað verk sín án 450 milljóna króna greiðslu frá okkur.“

„Ég elska Ísland meira en allt. Hjarta mitt mun alltaf slá með íslensku þjóðinni en stundum þykir mér erfitt að vera íslenskur þegar komið er svona fram við mann. Það er eitt sem ég hef lært og ætla mér aldrei að gleyma: Það sem við gerum fyrir okkur sjálf deyr með manni sjálfum en það sem við gerum fyrir aðra lifir að eilífu.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing