Auglýsing

Einkaspæjarinn byrjaður að safna gögnum, fjölskyldan og lögreglan takast á um símhringingar

Pólskur einkaspæjari er byrjaður að safna gögnum um hvarf Arturs Jarmoszko. Hann er væntanlegur til landsins á næstunni vegna rannsóknar málsins. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Síðast er vitað um ferðir Arturs síðla kvölds 28. febrúar.

Sjá einnig: Fjölskylda Arturs hefur ráðið einkaspæjara í von um að hægt verði að leysa málið

Í umfjöllun blaðsins um málið kemur fram að fjölskylda Arturs sé óánægð með vinnubrögð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Elwira Landowska, frænka Arturs, segir að lögregla hafi ekki svarað í símann þegar fjölskyldan hefur haft samband til að spyrjast fyrir um gang málsins.

„Lögreglan hefur ekki svarað í símann og ekki hringt til baka. Við vitum að það voru einhverjar ábendingar en fengum ekki að vita hvort eitthvað hefði komið út úr því vegna þess að lögreglan svaraði hvorki mér né Róberti, bróður Arturs. Við heyrðum síðast í þeim viku eftir að leitinni var lokið,“ segir Elwira í samtali við Morgunblaðið.

Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi segir að þetta sé ekki rétt. Hann segir að lögregla hafi hringt í bæði Elwiru og Róbert en þau hafi ekki svarað.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing