Þorsteinn V. Einarsson hvatti í dag karla til að deila sögum þar sem þeir fundu að eitthvað kom í veg fyrir að þeir gerðu ekki það sem þeir raunverulega vildu eða vildu ekki. Þorsteinn lagði til myllumerkið #karlmennskan og á Twitter í dag hafa einlægir karlar deilt sögum. Sjáðu tístin hér fyrir neðan.
Þorsteinn setti inn færslu á Facebook sem hófst á orðunum: „Strákar. Störtum byltingu.“ Hann sagði byltinguna vera fyrir betra lífi, betri lífsgæðum og meira frelsi. „Fyrir okkur, framtíðina, fortíðina, maka og lífsförunauta,“ sagði hann.
Deilum sögum um reynslu okkar þar sem við fundum að eitthvað kom í veg fyrir að við gerðum ekki það sem við raunverulega vildum eða vildum ekki. Dæmi um norm eða viðmið sem hindruðu okkur.
Þorsteinn vitnaði í vinkonu sína: „Allir pabbarnir sem vissu ekki að þeir mættu eða gætu knúsað börnin sín. Allir strákarnir sem lærðu ekki heima af því það var ekki kúl. Allskonar leikir sem ekki voru í boði fyrir stráka, menntun sem var ekki raunverulegur valkostur. Hegðun, áhugamál og færni sem aldrei var þróuð. Tilfinningar sem ekki voru ræktaðar. Líðan sem ekki var rædd. Að ekki sé talað um áhrifin á náin sambönd.”
Sjáðu tístin hér fyrir neðan og taktu þátt í umræðunni á Twitter
Hafandi unnið á leikskóla í meira en 12 ár og ennþá fá spurninguna "ætlaru ekki að fara bráðum að hætta þessu og finna þér eitthvað annað starf?" Meinandi að ég sem karlmaður eigi að vinna við eitthvað annað #karlmennskan
— Baldvin Már (@baldvinmb) March 13, 2018
Þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn fór ég inn á klósett og felldi tár (grét) í einrúmi því ég lærði það að snemma að karlmenn sýndu ekki þannig tilfinningar #karlmennskan
— Eðvald Stefánsson (@ebbistef) March 13, 2018
Ég kann ekki að bakka í stæði, né að kasta bolta og mig langar fáránlega mikið til að læra prjóna #Karlmennskan
— Haukur Árnason (@HaukurArna) March 13, 2018
Ég grét um daginn í rútunni á leið í útileik með liðinu mínu þegar ég horfði á Interstellar (faðir-dóttir dæmið rennur beint í grátkirtlana) reyndi að halda í mér og fela eins og ég gat #karlmennskan
— Rúnar Kárason (@runarkarason) March 13, 2018
Ég á nær eingöngu vinkonur. Þegar við hittumst erum „við stelpurnar“ að hittast. Rekst reglulega á fólk sem skilur það alls ekki. Because #karlmennskan
— Tumi Ferrer (@TumiFerrer) March 13, 2018
Mér finnst Baileys ógeðslega gott. Panta það samt helst ekki á bar af því að #karlmennskan ?♂️ pic.twitter.com/uv6lCVGhqm
— Haukur Viðar (@hvalfredsson) March 13, 2018
Fæ reglulega komment á borð við "bíddu er konan þín að festa saman skápa og bora upp myndir á þínu heimili? Hvað gerir þú eiginlega?" og finnst ég samstundis ómerkilegur fyrir skort á laghentni #Karlmennskan
— Maggi Peran (@maggiperan) March 13, 2018
Veit ekki hversu oft ég hef fengið að heyra spurninguna "ertu kelling" eða jafnvel enn betra "ertu helv hommi" fyrir að hafa verið í tengslum við tilfinningar mínar #karlmennskan
— Matti Matt (@mattimatt) March 13, 2018
Ég þurrka alltaf "vininn" með klósettpappír þegar ég er búinn að pissa, þoli ekki þetta hrissta bull. #karlmennskan
— Binni Rögnvalds (@BinniRognvalds) March 13, 2018
Ég elska @taylorswift13 og horfi á Greys og skammast mín stundum fyrir #karlmennskan
— Smári (@Brynjar_Smari) March 13, 2018
Allt sem þarf að gera á mínu heimili sem kallar á verkfæri og vesen gerir frúin, ég mastera þvottavélina og eldhúsverkin. #Karlmennskan
— Þórður Helgi Þórðar (@Doddilitli) March 13, 2018
Þegar ég missti það út úr mér einn daginn að ég settist stundum niður til að pissa.. og svitnaði og roðnaði hellinga þegar ein spurði hvort ég virkilega settist niður til að pissa #karlmennskan
— Jens Ívar (@jens_ivar) March 13, 2018
Jújú, ég mátti alveg fara í saum í 8. bekk, en smíðakennarinn spurði hvort ég væri kjelling. #karlmennskan
— Hrafnkell Sigurðsson (@hrafnkellsig) March 13, 2018
Og konurnar taka einnig þátt
Ég er hræðilega sek um að hafa gert grín að allskonar í fari kk vina í gegnum árin #karlmennskan er ótrúlega þörf áminning
— Birna Rún (@birnaruns) March 13, 2018
Mér finnst #karlmennskan frábært framtak!
Í Kaupmannahöfn er leikskólakennari alls ekki eins kynjað starf og á Ísland. Ég verð svo döpur að hugsa til allra strákanna sem væru svo frábærir á þeim vettvangi, enn er haldið aftur af orðræðu og hefðum ☹️
— Kristbjörg Una (@Kristbjorg_Una) March 13, 2018