Tónlistarmaðurinn Kalli Bjarni, sem skaust upp á stjörnuhimininn árið 2004 þegar hann vann Idolið á Stöð 2, var til umfjöllunar í þættinum Burðardýr á Stöð 2 í gærkvöldi. Kalli var dæmdur fyrir fíkniefnasmygl árið 2007 en hann var tekinn með um tvö kíló kókaíns á Keflavíkurflugvelli.
Kalli var einlægur í þættinum og það vakti mikla athygli þegar hann flutti lag fyrir ömmu sína, sem er á tíræðisaldri. Hún ól Kalla Bjarna upp og hefur söngvarinn ávallt kallað hana ömmu sína.
Í þættinum fór Kalli í heimsókn til hennar á Dvalar- og Hjúkrunarheimilið Fellaskjól í Grundafirði. Hann rúllaði svo inn til hennar píanói, flutti finnska lagið Kesäpäivä Kangasalla og það var ekki þurrt auga á meðal áhorfenda. Horfðu á flutninginn hér fyrir neðan.
Yndislegast sem ég sá í tv í kvöld er Kalli Bjarni spila og syngja fyrir ömmu sína. Já ég grenjaði
— Strúna ?? (@crazy_bird_lady) February 11, 2018
United tapaði kannski í dag en Kalli Bjarni kom mér aftur á sigurbraut andlega með frammistöðu sinni í þættinum #burðadyr á Stöð2… Þvílíkt #sinnep Atriðið þegar hann trillar píanói inn til 95 ára ömmu sinnar og hendir í þjóðlag frá Eitthvaðistan er topp 5 moment í íslensku tv!
— Sævar Sævarsson (@SaevarS) February 11, 2018
Burðardýrið Kalli Bjarni að spila á píanó fyrir 95 ára, grátandi ömmu sína er topp 10 móment í íslensku sjónvarpi ever…
— Steinþór Helgi (@StationHelgi) February 11, 2018
Ekki bjóst ég við að Kalli Bjarni gæti látið mig tárast. #burðardýr
— Þórður Jóhannsson (@Thordurjo) February 11, 2018