Auglýsing

Einlægur flutningur Kalla Bjarna fyrir ömmu sína slær í gegn: „Já, ég grenjaði“

Tónlistarmaðurinn Kalli Bjarni, sem skaust upp á stjörnuhimininn árið 2004 þegar hann vann Idolið á Stöð 2, var til umfjöllunar í þættinum Burðardýr á Stöð 2 í gærkvöldi. Kalli var dæmdur fyrir fíkniefnasmygl árið 2007 en hann var tekinn með um tvö kíló kókaíns á Keflavíkurflugvelli.

Kalli var einlægur í þættinum og það vakti mikla athygli þegar hann flutti lag fyrir ömmu sína, sem er á tíræðisaldri. Hún ól Kalla Bjarna upp og hefur söngvarinn ávallt kallað hana ömmu sína.

Í þættinum fór Kalli í heimsókn til hennar á Dvalar- og Hjúkrunarheimilið Fellaskjól í Grundafirði. Hann rúllaði svo inn til hennar píanói, flutti finnska lagið Kesäpäivä Kangasalla og það var ekki þurrt auga á meðal áhorfenda. Horfðu á flutninginn hér fyrir neðan.

Horfðu á Kalla Bjarna flytja lagið fyrir ömmu sína hér fyrir neðan

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing