Auglýsing

Einn alvarlega slasaður eftir sprengingu á Manhattan í nótt

Ástand eins þeirra 29 manna sem slösuðust í sprengingu í Chelsea-hverfinu á Manhattan í New York í Bandaríkjunum í nótt er alvarlegt. 24 voru fluttir á sjúkrahús en meiðsli þeirra eru ekki alvarleg. Flestir þeirra sem slösuðust skárust þegar gler og annað brak skaust í þá við sprenginguna.

Sjá einnig: 29 slasaðir eftir að sprengja sprakk í Chelsea-hverfinu á Manhattan.

Tilkynning barst um háværa sprenginu klukkan níu í gærkvöldi að staðartíma, eða um klukkan eitt að íslenskum tíma. Ekki er talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða, líkt og Bill de Blasio, bæjarstjóri New York, sagði í nótt. Þó er talið að um viljaverk hafi verið að ræða.

Mynd frá vettvangi í nótt

Lögregla í New York í Bandaríkjunum hefur aflað myndbanda frá fyrirtækjum og veitingastöðum á svæðinu þar sem sprengingin varð í nótt. Þau er talin geta varpað ljósi málið. Á þeim má meðal annars manneskju sem lögregla telur hugsanlegt að tengist sprengingunni.

Vopnaðir verðir leituðu í sjúkrabílunum sem fluttu særða á sjúkrahús í nótt til að kanna hvort þar væri búið að koma fyrir sprengjubúnaði.

Hér má sjá myndband úr öryggismyndavél sem sýnir sprenginginguna og fólk forða sér

https://twitter.com/DTang0426/status/777376538639630336

Lögregla fann pott skammt frá staðnum þar sem sprengjan sprakk. Dökkir vírar lágu út úr pottinum og voru þeir tengdir við farsíma. Pottinum hafði verið komið fyrir í plastpoka. Lögregla hefur ekki greint frá því hvað var inni í pottinum, hvort um aðra sprengju hafi verið að ræða.

Lögreglumenn fínkembdu svæðið með vasaljósum, litu undir bíla, leituðu í ruslatunnum og á öðru stöðum.

Í gær hlaupamóti sem halda átti í góðgerðaskyni í New Jersey frestað vegna rörasprengju. Engin slys urðu á fólki þar. Búið var að koma fyrir fjórum tímasprengjum en aðeins ein þeirra sprakk.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing