Auglýsing

Einn óvenjulegasti grafreitur í heimi verður reistur á Seltjarnarnesi

Laugardaginn 17. ágúst kl. 13–16 verður haldinn viðburður á vegum Rice háskóla, Jöklarannsóknafélags Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands, Alþjóðlegu jöklabreytingasamtanna (World Glacier Monitoring Service, WGMS) og Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), þar sem vakin verður athygli á jöklum sem eru að hverfa eða eru horfnir.

Viðburðurinn hefst á Fiskislóð 31d í rými Marvaða þar sem opnaður verður alþjóðlegur listi yfir 15 valda jökla sem eru horfnir eða eiga stutt eftir, en hann má finna á vefsíðunni Global Glacier Casualty List.

Mynd: Þjóðkirkjan

Þaðan verður haldið út á Seltjarnarnes þar sem reistur verður tímabundinn grafreitur með legsteinum úr ís í námunda við hús Náttúruminjasafns Íslands nærri Gróttu. Þar verða lesin upp eftirmæli um alla jöklana á listanum og mun Hildigunnur H. H. Thorsteinsson, forstjóri Veðurstofu Íslands lesa ein af eftirmælunum.

Tugþúsundir jökla hafa horfið á undanförnum áratugum um allan heim og hugmyndin er að bæta við listann jafnóðum og jöklar hverfa.

Á dagskránni verða stutt innlegg frá jöklafræðingum ásamt fleiri ræðumönnum.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing