Auglýsing

Einstaklingar í annarlegu ástandi dag eftir dag á höfuðborgarsvæðinu

Með hækkandi sól fjölgar þeim einstaklingum sem lögreglan þarf að aðstoða vegna of mikillar drykkju eða vímuefnaneyslu. Nútíminn fær á hverjum degi, líkt og aðrir fjölmiðlar, fréttatilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem farið er yfir verkefni embættisins.

Ef litið er á dagbók lögreglunnar undanfarna daga og vikur þá er eitt verkefni þar að finna sem virðist vera daglegt verkefni, alla daga, morgna og kvölds en það eru einstaklingar í annarlegu ástandi. Nóttin og dagurinn í dag var þar engin undantekning á höfuðborgarsvæðinu en samkvæmt lögreglunni bárust nokkrar aðstoðarbeiðnir vegna aðila í annarlegu ástandi, vegna veikinda og einnig óskir um að vísa fólki út hér og þar.

Hér eru verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá 05:00 í morgun til 17:00 í dag – eins og þau birtast í dagbók embættisins.

Lögreglustöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seljarnarnes:

Nokkrar aðstoðarbeiðnir vegna aðila í annarlegu ástandi, veikinda og að vísa fólki út.
Tilkynnt um aðila að brjótast inn í fjölbýli í hverfi 105. Aðilinn farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að og virtist ekki hafa tekist ætlunarverk sitt.

Lögreglustöð 2 – – Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes:

Tvær tilkynningar bárust um grunsamlegar mannaferðir í hverfi 210. Í báðum tilfellum voru aðilarnir horfnir á brott þegar lögreglu bar að.

Lögreglustöð 3 – Kópavogur- Breiðholt:

Tilkynnt um þjófnað í verslun í hverfi 200. Málið afgreitt á vettvangi.

Lögreglustöð 4 – Grafarvogur- Mosfellsbær- Árbær:

Ekkert fréttnæmt.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing