Auglýsing

Einstaklingur í haldi lögreglu eftir hnífstungu í heimahúsi á Neskaupstað

Lögreglan á Austurlandi er með einstakling í haldi eftir hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. Atvikið tengist rokkhátíðinni Eistnaflug ekki á nokkurn hátt. Vísir.is greindi fyrst frá.

Jónas Vilhelmsson yfirlögregluþjónn segir í samtali við Vísi.is að aðilinn sem varð fyrir hnífstungunni hafi verið fluttur með sjúkraflugi á Landspítalinn í Reykjavík, ekki sé vitað meir um líðan hins slasaða að svo stöddu.

Málið er nú í rannsókn en lítið er vitað um málsatvik, von er á aðstoð frá tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tekin verður ákvörðun um það síðar í dag hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir hinum handtekna.

Eistnaflug hófst í bænum í gær og haft er eftir Jónasi á Vísi að atvikið tengist hátíðinni ekki. Þar hafi allt farið fram friðsamlega.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing